Ofbeldi gegn börnum

8 Málið snýr meðal annars að jafnrétti kynjanna, þar eð ofbeldi er alla jafna kynbundið, (Caldwell, o.fl., 2012; Ingólfur V. Gíslason, 2008). Þegar kemur að ofbeldi í nánum samskiptum bera konur ótvírætt þyngri byrði en karlar (Lögreglan, 2022; De Keseredy 2021; Erla Kolbrún Svavarsdóttir, 2010). Rannsóknir, þar sem fólk er sjálft spurt, sýna svipaða tíðni ofbeldis í nánum samskiptummeðal karla og kvenna, en jafnframt að mun hærra hlutfall kvenna verður fyrir alvarlegum skaða eða deyr af völdum þess. Þetta á einnig við um hlutfall fólks sem leitar á slysadeildir og í klíníska meðferð (Archer, 2006; Straus, 2009). Rannsóknir sýna einnig að móðurhlutverk kvenna gerir bæði þær og börnin viðkvæm og bundin á klafa vegna ofbeldisins (Mullender, Hague o.fl., 2002; Øverlien, 2007). Færri rannsóknir beinast að feðrum sem beita ofbeldi milli nátengdra en sumir þeirra hafa áhyggjur af áhrifum þess á tengsl við eigin börn (Perel og Peled, 2008; Stanley, o. fl., 2012). Börn sem verða áskynja um ofbeldi verða að sjálfsögðu fyrir margs kyns neikvæðum afleiðingum eins og nánar verður komið að. Handbókin skiptist í tíu kafla. Í fyrsta kafla er almenn umfjöllun og í öðrum kafla er rætt um fordóma. Þriðji kafli fjallar um börn sem búa við ofbeldi á heimilum, áhrif, einkenni og afleiðingar. Fjórði kafli fjallar um einelti gegn börnum í skóla og sá fimmti um ofbeldi í fjölmiðlum og á netinu. Í sjötta kafla eru ræddar forvarnir í skólastarfi. Sjöundi kafli er um félagslega ráðgjöf og meðal annars tilkynningarskyldu til barnaverndar. Áttundi kafli fjallar um viðtöl við barn vegna ofbeldis og níundi kafli um verkferla. Í tíunda kafla eru tekin fyrir hagnýt verkefni í skóla gegn ofbeldi, meðal annars ráðgjöf til barna. Ofbeldi er skýlaust mannréttindabrot og á sér samfélagslegar rætur FORDÓMAR JAFNRÉTTI EINELTI MANN- RÉTTINDI STOPP OFBELDI!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=