OFBELDI GEGN BÖRNUM hlutverk skóla HANDBÓK FYRIR STARFSFÓLK
HANDBÓK FYRIR STARFSFÓLK Guðrún Kristinsdóttir og Nanna Kristín Christiansen VITUNDARVAKNING um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum OFBELDI GEGN BÖRNUM hlutverk skóla Endurskoðað 2022 vegna átaks Forsætisráðuneytis og Félagsmála- ráðuneytis um forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti.
Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla Handbók fyrir starfsfólk ISBN 978-9979-0-2773-7 © 2014 Guðrún Kristinsdóttir og Nanna Kristín Christiansen Ritstjóri: Aldís Yngvadóttir 1. útgáfa 2014 Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum Málfarslestur: Þórdís Guðjónsdóttir © 2022 Uppfært og endurskoðað af höfundum Ritstjóri 2022 Sigrún Sóley Jökulsdóttir 2. vefútgáfa 2022 Menntamálastofnun Kópavogi Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun
EFNISYFIRLIT Formáli .................................................................................................... 5 Til lesenda..................................................................................... 6 Inngangur................................................................................................. 7 1 Ofbeldi er hluti af samfélagsgerðinni............................................. 9 1.1 Gerandi og þolandi............................................................. 11 2 Fordómar........................................................................................... 12 2.1 Skóli gegn fordómum......................................................... 13 2.2 Nemendur sem þarfnast sérstakrar athygli í skólanum. 15 3 B örn sem búa við vanrækslu og ofbeldi. ....................................... 21 3.1 Í hverju birtist heimilisofbeldi?......................................... 25 3.2 Áhrif vanrækslu og ofbeldis á heimilum á börn............. 26 3.3 Algeng form illrar meðferðar á börnum.......................... 27 Vanræksla....................................................................... 27 Andlegt ofbeldi .............................................................. 29 Líkamlegt ofbeldi............................................................ 31 Kynferðisofbeldi.............................................................. 33 Merki um ofbeldi á heimili barns.................................. 37 3.4 Hvernig geta kennarar talað við börn um ofbeldi?........ 38 4 Einelti. ................................................................................................ 40 4.1 Hvernig birtist einelti?. ...................................................... 41 4.2 Hverjir verða fyrir einelti?................................................. 42 4.3 Foreldrar og viðbrögð við einelti ..................................... 43 4.4 Að greina milli eineltis og annarra aðstæðna. ................ 45 4.5 Gagnlegar slóðir.................................................................. 46 5 Stafrænt ofbeldi................................................................................. 47 5.1 Skaðlegt efni og samskipti . ............................................... 48 5.2 Stafrænt kynferðisofbeldi .................................................. 49 5.3 Ofbeldi, hatursorðræða og hótanir................................... 50 5.4 Klám og kynferðislegar athugasemdir............................. 51 5.5 Falsfréttir.............................................................................. 52 5.6 Leiðsögn barna í stafrænum heimi. ................................. 52 5.7 Miðlalæsi.............................................................................. 53 5.8 Börn og ungmenni sem verða fyrir stafrænu ofbeldi. ... 54 5.9 Vernd barna gegn skaðlegu myndefni. ............................ 54 5.10 Gagnlegar slóðir.................................................................. 55 6 Forvarnir í skólastarfi....................................................................... 56 6.1 Gott uppeldisstarf besta forvörnin gegn ofbeldi............. 57
4 6.2 Skólabragur.......................................................................... 58 6.3 Heildstæð nálgun skólans.................................................. 59 6.4 Kennarar hafa áhrif. ........................................................... 59 6.5 Líf og hugsanir barns.......................................................... 60 6.6 Félagsmótun nemenda....................................................... 61 6.7 Forvarnir þvert á námsgreinar.......................................... 62 7 Að setja mál í réttan farveg.............................................................. 63 7.1 Félagsleg ráðgjöf og barnavernd....................................... 63 7.2 Tilkynningarskylda til barnaverndar .............................. 64 7.3 Efi um eigin vitneskju og færni – tilkynningahegðun fagfólks............................................... 66 7.4 Tilkynning sem áfangi á leið til lausnar........................... 67 8 V iðtöl við börn ................................................................................. 69 8.1 Það sem á að gera – það sem ber að forðast.................... 71 8.2 Trúnaður og skráning. ....................................................... 73 9 Verkferlar og eftirfylgd..................................................................... 74 9.1 Verklagsreglur . ................................................................... 75 9.2 Stuðningur við barn . ......................................................... 75 9.3 Gátlisti í vinnu gegn ofbeldi.............................................. 76 10 H agnýtt efni og verkefni ................................................................. 78 10.1 Fyrir yngri börn. ................................................................. 78 Öryggishringurinn ........................................................ 78 Mat á líðan barna.......................................................... 79 Könnun á líðan í bekknum – hópnum.......................... 79 Efni á vef. ....................................................................... 80 Myndbönd...................................................................... 81 Annað efni...................................................................... 81 Kennsluaðferðir.............................................................. 82 Fjölbreytt samsetning hópa. .......................................... 83 10.2 Fyrir eldri nemendur.......................................................... 83 Kannanir........................................................................ 83 Efni á vef. ....................................................................... 84 Myndbönd á vefnum. .................................................... 85 Annað efni...................................................................... 86 Kennsluaðferðir.............................................................. 87 Fjölbreytt samsetning hópa. .......................................... 88 10.3 Bækur, vefir og verkefni..................................................... 89 10.4 Jákvæð samskipti án ofbeldis. Sérhæfð verkefni ............ 91 10.5 Upplýsingar, ráðgjöf og aðstoð. ........................................ 91 10.6 Leiðbeiningar. ..................................................................... 92 Heimildir.................................................................................................. 93 Atriðisorðaskrá........................................................................................ 100
5 FORMÁLI Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum á rætur að rekja til fullgildingar íslenskra stjórnvalda, árið 2012, á samningi Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu barna sem samþykktur var á Lanzarote árið 2007. Samningurinn miðar að því að vernda og styrkja stöðu barna sem hafa mátt þola kynferðislegt ofbeldi í einni eða annarri mynd. Samningurinn kallar á greiningu á lögum, verklagi og viðhorfum til meðferðar mála um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Í kjölfar samningsins gerðu innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti með sér samning um verksvið Vitundarvakningar. Árið 2013 var ákveðið að Vitundarvakningunni yrði falið víðtækara hlutverk og hún næði einnig til andlegs og líkamlegs ofbeldis gegn börnum. Jafnframt var heiti verkefnisins breytt í Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Hlutverk Vitundarvakningar er að kortleggja, samhæfa og stuðla að umfangsmiklu forvarnarstarfi í málaflokknum í samstarfi við viðkomandi aðila, huga að rannsóknum varðandi ofbeldi gegn börnum og stuðla að aukinni samfélagsvitund ummálaflokkinn. Fræðsla og forvarnir beinast fyrst og fremst að börnum, fólki sem vinnur með börnum, réttarvörslukerfinu sem og almenningi. Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum gerði samning við Námsgagnastofnun um umsjón með útgáfu leiðbeiningarrits fyrir skóla til að sporna gegn hvers kyns ofbeldi á börnum.
6 Samkvæmt samningnum tók Námsgagnastofnun að sér umsjón með gerð umrædds rits, að ráða höfunda, sjá um ritstjórn, yfirlestur, hönnun, umbrot og prentun. Fékk stofnunin Guðrúnu Kristinsdóttur prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Nönnu Kristínu Christiansen verkefnastjóra á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar til að sjá um gerð ritsins. Bókin var endurskoðuð og uppfærð af höfundum í samstarfi við Menntamálastofnun árið 2022 í framhaldi af ályktun alþingis árið 2020 um að fela forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra að koma á skipulögðum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Forvarnirnar ættu að vera samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum og einnig eiga sér stað á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öðru tómstundastarfi. Bók þessi er gott verkfæri í vinnu starfsfólks skóla í þessum málaflokki. TIL LESENDA Umfjöllunarefni þessarar handbókar er ofbeldi sem börn verða fyrir. Markmiðið er að upplýsa kennara og annað starfsfólk skóla um einkenni og áhrif ofbeldis á börn og að vekja athygli á forvörnum, inngripi og úrræðum sem eru til staðar til að tryggja sem best velferð nemenda. Grunnskólinn er eina stofnun samfélagsins sem öllum ber lagaleg skylda til að sækja og þar er hægt er að ná til allflestra. Þar að auki sækja langflest börn leikskóla og framhaldsskóla. Samanlagt eru flest börn því a.m.k. 15 ár í skóla og einmitt á þeim árum sem þroski einstaklingsins er talinn vera mestur. Af þessum ástæðummá fullyrða að áhrif kennara og annarra starfsmanna skóla á börn og þar með framtíðarsamfélagið séu veruleg. Það er von okkar að þetta rit verði til gagns.
7 INNGANGUR Ofbeldi er skýlaust mannréttindabrot og víðtækt samfélagsmál. Alkunna er að ofbeldi hefur neikvæð áhrif á líðan barna, þroska þeirra, félagstengsl, menntun og heilsufar hvort sem þau verða fyrir því sjálf eða verða vitni að því. Alvarleiki málsins kemur skýrt fram hjá alþjóðastofnunum um aðgerðaáætlanir (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, 2016), í Lanzarotesamningunum (Evrópuráðið, 2007) og hjá baráttusamtökum, svo sem Barnaheillum, Save the Children á Íslandi og Barnahjálp SÞ. Ofbeldi á sér samfélagslegar rætur og tengist fordómum, staðalmyndum og goðsögnum. Menntastofnanir á öllum skólastigum ættu að láta sig varða ofbeldi gegn nemendum. Ofbeldi sem beinist að börnum getur haft umtalsverð áhrif á starf kennara og annað starfsfólk skóla. Ætla má að þeir sem starfa í skólum þekki nokkuð til áhrifa og afleiðinga ofbeldis en hafi þó ef til vill ekki nægjanlega þekkingu á viðeigandi viðbrögðum við slíkri vá. Handbókinni er ætlað að auðvelda kennurum og öðru starfsfólki skóla að sporna gegn ofbeldi sem snertir börn. Rætt er um hvers kyns ofbeldi sem börn verða fyrir, á heimilum, í vinahópi, skóla, á netinu og víðar. Efnið miðast við að það gagnist á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Í bókinni eru ráð og ábendingar um viðbrögð þegar uppvíst verður um ofbeldi gegn barni og yfirlit yfir náms- og fræðsluefni. Ofbeldi eins og það snertir börn snýr að líðan þeirra og félagsmótun. Umfjöllun um efnið hefur aukist og má því vænta að börn og unglingar verði þess meira áskynja nú en fyrr. Varasamt getur verið að benda á tiltekna hópa barna sem þarfnast umhyggju umfram önnur og eru alúð og umhyggja lykilatriði í því að stuðla að árangri og vellíðan í skólastarfi.
8 Málið snýr meðal annars að jafnrétti kynjanna, þar eð ofbeldi er alla jafna kynbundið, (Caldwell, o.fl., 2012; Ingólfur V. Gíslason, 2008). Þegar kemur að ofbeldi í nánum samskiptum bera konur ótvírætt þyngri byrði en karlar (Lögreglan, 2022; De Keseredy 2021; Erla Kolbrún Svavarsdóttir, 2010). Rannsóknir, þar sem fólk er sjálft spurt, sýna svipaða tíðni ofbeldis í nánum samskiptummeðal karla og kvenna, en jafnframt að mun hærra hlutfall kvenna verður fyrir alvarlegum skaða eða deyr af völdum þess. Þetta á einnig við um hlutfall fólks sem leitar á slysadeildir og í klíníska meðferð (Archer, 2006; Straus, 2009). Rannsóknir sýna einnig að móðurhlutverk kvenna gerir bæði þær og börnin viðkvæm og bundin á klafa vegna ofbeldisins (Mullender, Hague o.fl., 2002; Øverlien, 2007). Færri rannsóknir beinast að feðrum sem beita ofbeldi milli nátengdra en sumir þeirra hafa áhyggjur af áhrifum þess á tengsl við eigin börn (Perel og Peled, 2008; Stanley, o. fl., 2012). Börn sem verða áskynja um ofbeldi verða að sjálfsögðu fyrir margs kyns neikvæðum afleiðingum eins og nánar verður komið að. Handbókin skiptist í tíu kafla. Í fyrsta kafla er almenn umfjöllun og í öðrum kafla er rætt um fordóma. Þriðji kafli fjallar um börn sem búa við ofbeldi á heimilum, áhrif, einkenni og afleiðingar. Fjórði kafli fjallar um einelti gegn börnum í skóla og sá fimmti um ofbeldi í fjölmiðlum og á netinu. Í sjötta kafla eru ræddar forvarnir í skólastarfi. Sjöundi kafli er um félagslega ráðgjöf og meðal annars tilkynningarskyldu til barnaverndar. Áttundi kafli fjallar um viðtöl við barn vegna ofbeldis og níundi kafli um verkferla. Í tíunda kafla eru tekin fyrir hagnýt verkefni í skóla gegn ofbeldi, meðal annars ráðgjöf til barna. Ofbeldi er skýlaust mannréttindabrot og á sér samfélagslegar rætur FORDÓMAR JAFNRÉTTI EINELTI MANN- RÉTTINDI STOPP OFBELDI!
9 OFBELDI ER HLUTI AF SAMFÉLAGS GERÐINNI Ofbeldi er meðvituð valdbeiting sem getur beinst gegn einstaklingi, hópi manna eða samfélagi. Undir ofbeldi fellur allt slíkt athæfi sem leiðir til eða er líklegt til að hafa í för með sér skaða, dauða, sálrænt álag eða skerðingu á þroska eða annars konar skort, hið síðasttalda getur meðal annars verið afskiptaleysi eða hunsun. Með ofbeldi gagnvart eigin persónu er átt við sjálfsskaða eða sjálfsvíg. Ofbeldi milli manna má skipta í valdbeitingu sem nær til nátengdra og ókunnugra, svo sem innan fjölskyldu eða samfélags. Ofbeldi milli nátengdra er ill meðferð eða misbeiting gegn börnum, ofbeldi milli systkina eða fullorðinna, t.d. hjóna eða para og meðal annars gagnvart öldruðum. Síðan má greina á milli ofbeldis milli manna sem á sér stað milli kunnugra eða ókunnugra. Þar getur verið um að ræða ofbeldi milli barna og unglinga, ýmsar tegundir árása, auðgunarbrot og ofbeldi á vinnustöðum og öðrum stofnunum. Ofbeldi er meðvituð valdbeiting og undir það fellur athæfi sem hefur í för með sér skaða, dauða, sálrænt álag eða skerðingu á þroska
10 Ofbeldi gegn börnum er yfirleitt skipt í líkamlegt, kynferðislegt eða vanrækslu (WHO, 2020). Einelti er oft aðgreint sem sérstakt birtingarform. Ofbeldi tengist einnig vændi og mansali. Af þessu má sjá að ofbeldi er margþætt fyrirbæri og innbyggt í og háð samfélagsgerðinni. Skilningur manna á því hvað telst vera ofbeldi er háður venjum og því hvað er menningarlega viðurkennt eftir hópum, á heimilum, í skólum eða utanhúss. Hin ýmsu form ofbeldis fléttast oft saman. Til dæmis getur barn sem verður vitni að ofbeldi milli foreldra, sem eru í vímuefnaneyslu, einnig orðið fyrir ofbeldi af hendi eldri systkina og barn sem býr við viðvarandi vanrækslu getur orðið fyrir einelti í skóla. Þó að gátlistar geti komið að notum við greiningar gefa þeir ekki tæmandi svör og oft þarf að líta á heildarmyndina af aðstæðum barns. Erlendis eru til fjölmargar rannsóknir á hvers kyns ofbeldi frá ýmsum hliðum en einungis fáar hérlendis, þó að þær færist nokkuð í aukana. Hér á eftir verður lýst í stuttu máli nýlegri þekkingu á efninu og þá sérstaklega miðað við börn. Tekið er á ofbeldi frá félagslegum sjónarhóli og því er fjallað um fordóma. Skilgreiningar á ofbeldi eru félagslega mótaðar, þær verða til í hverju samfélagi og tengjast tíma, staðháttum og ríkjandi menningu. Löggjöfin tekur mið af þessu. Dæmi um slíkt er að á Norðurlöndum er refsivert að flengja börn, ólíkt því sem er í Englandi þar sem foreldrum leyfist að refsa börnum líkamlega fyrir óæskilega hegðun, s.s. með því að flengja þau. Hætta getur falist í að styðjast við flokkanir á ofbeldi, sérstaklega ef ein gerð flokkunar er yfirfærð yfir á annan menningarheim, þar sem samskipti og reglur á heimili og í skóla eru gerólík. Flokkanir á ofbeldisformum stuðla þó að sameiginlegum skilningi á því hvað er löglegt, ólöglegt og samfélagslega viðurkennt, þær auðvelda samhæfingu og ákvarðanir um viðbrögð, og augljósara verður hvað barni er fyrir bestu í aðstæðum sem koma upp. Hér á landi er stuðst við landslög og alþjóðasamninga sem marka hvað er ásættanlegt og hvað ekki í umgengni við og hegðun gagnvart börnum (Barnalög, nr. 27, 2003; Barnaverndarlög, nr. 80, 2002; Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns, nr. 19, 2013). Skilgreiningar á ofbeldi eru félagslega mótaðar og tengjast menningu
11 GERANDI OG ÞOLANDI 1.1 „Orðin „gerandi“ og „þolandi“ um ofbeldi í samskiptum fólks eru útbreidd en notkun þeirra hefur verið gagnrýnd. Þá er meðal annars átt við að þessi tvískipting gefi til kynna að annar aðilinn sé alltaf þolandi og hinn gerandi og að litið sé fram hjá samskiptaferlinu. Telja má að notkun orðsins „þolandi“ í þessu sambandi sé villandi og taki þá einstaklinga ekki til greina sem sýna styrk eða veita ofbeldinu viðnám. Í þeim skilningi séu orðin tvö of almenn. Með enska orðinu „survivor“ leggja femínistar áherslu á mótspyrnu, hin virku viðbrögð sem rannsóknir hafa sýnt að sumir „þolendur“ sýna í ofbeldisaðstæðum. Með enska orðalaginu „victim /survivor“ er reynt að sneiða hjá tvíhyggju í meðferð þessara hugtaka. Guðrún Kristinsdóttir, 2014). Gegnsærra er að nota „ofbeldismaður“ um fullorðið fólk sem beitir ofbeldi. Hvað börn varðar er rétt að beina athyglinni að hegðun og samskiptum og ræða um börn sem sýna ofbeldishegðun og börn sem verða fyrir ofbeldi. Það er farsælla að styðja barn, sem beitir ofbeldi, til að snúa hegðun sinni til betri vegar en að þvinga fram breytingar. Jafnframt er þá líklegra að foreldrar vilji vinna með skólanum að lausn málsins þar sem barni er ekki hafnað heldur óásættanlegri hegðun þess. Svipað er uppi á teningnum varðandi barnið sem fyrir ofbeldinu verður. Með því að vísa til barns sem þolanda er hætt við að því sé skipað í hlutverk fórnarlambs sem getur verið niðurlægjandi og unnið gegn valdeflingu þess. Lög og alþjóðasamningar eiga að tryggja velferð barna Orðin gerandi og þolandi geta verið villandi
12 FORDÓMAR Fordómar hafa verið ein meginorsök ofbeldis svo lengi semmenn muna. Þeir sem beita ofbeldi telja sig jafnan vera af réttum uppruna, með rétta trú, skoðanir, útlit, kynferði, kynhneigð eða vera af hærri stétt, svo að eitthvað sé nefnt. Hugtakið fordómar vísar í viðhorf og tilfinningar, jákvæðar eða neikvæðar, sem fólk hefur um einstaklinga í hópum sem þeir tilheyra ekki. Staðalmyndir eru yfirleitt skilgreindar sem hugmyndir fólks um ákveðinn hóp, til dæmis um útlit, hegðun eða færni. Fordómar og staðalmyndir ýta undir félagslega mismunun (Vescio og Weaver, 2017, Sigrún Daníelsdóttir og Stefán Hrafn Jónsson (2015). Fordómar beinast gegn einstaklingum, hópum, þjóðum eða þjóðarbrotum og fá stundum útrás í líkamlegu ofbeldi og manndrápum en einnig með skerðingu á mannréttindum, útilokun, fyrirlitningu og vanmati. Stjórnvöld styðja stundum fordóma. Óttinn við að tapa forréttindum liggur oft að baki fordómum og menn beina spjótum sínum að einstaklingum eða hópum sem þeir telja ógnandi. Það er jafnan nefnt jaðarsetning, sem vísar til þess að menn beita aðra útilokun eða kúgun
13 til að tryggja eigin ímynd og stöðu. Með því að gera aðra tortryggilega upphefjum við okkur sjálf og réttlætum hegðun okkar. Sú stimplun sem af því leiðir hefur áhrif á sjálfsmynd einstaklinga og hvernig aðrir í umhverfinu upplifa þá (Dóra Bjarnason og Grétar L. Marinósson, 2007). Það er mikilvægt að skólar séu á varðbergi gagnvart fordómum af öllum toga. SKÓLI GEGN FORDÓMUM 2.1 Fólk getur verið meira og minna meðvitað um eigin fordóma og staðalmyndir án þess að aðhyllast þær. Ýmsar athafnir bera eftir sem áður vott um fordóma fólks án þess að það geri sér endilega grein fyrir þeim. Slík hegðun hefur verið nefnd öráreitni (e. micro-aggressions), hún er oft skaðleg enda erfitt að festa hönd á henni (Brynja E. Halldórsdóttir, 2016).1 Ákvarðanir og ályktanir sem við drögum af fordómum geta haft alvarlegar afleiðingar. Þetta sýna rannsóknir á mismunun gegn gyðingum, blökkufólki, konum, samkynhneigðum, innflytjendum og fólki sem býr við fötlun og reyndar börnum. Það er mikilvægt að kennarar og annað starfsfólk skóla geri sér grein fyrir þessu. „Við samvinnunám starfa nemendur í hópum og eru samábyrgir fyrir því að leysa viðfangsefni sín og geta í raun ekki lokið þeim nema allir leggi sinn skerf til vinnunnar. Þeir eru því í raun háðir vinnuframlagi hver annars rétt eins og gerist í daglegu lífi. Samvinnunám hefur ætíð félagsleg markmið ekki síður en fræðileg og fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að það skilar nemendum góðum árangri í námsgreinum og er […] vel fallið til að kenna nemendum ýmsa félagslega færni […]“ (Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson, 2000). Umfjöllun um samvinnunám og CLIM aðferðina, má finna á Skólastofan. is og á menntamidja.is. Markviss vinna námsfélaga getur einnig stuðlað að gagnkvæmu trausti og virðingu í nemendahópnum og þannig dregið úr fordómum. Námsfélagar eru sessunautar oftast í eina viku í senn og eru valdir af handahófi. Hlutverk þeirra er að ræða um námið og skipuleggja það saman. (Clarke, 2012). Áhugavert er að stuðningur jafningja er stundum svo virkur að ekki reynist alltaf þörf fyrir aðstoð kennara eins og Guðrún V. Stefánsdóttir og Kristín Björnsdóttir (2016) benda á Fordómar eru meginorsök ofbeldis Öflugasta vörn skólans gegn fordómum er efling jafnréttis og lýðræðisvitundar allra. Kennsluaðferðir þar sem lögð er áhersla á vel skipulagða samvinnu nemenda efla félagsþroska og hindra fordóma 1 Sjá nánar um ólíka flokka öráreitni hjá Brynju E. Halldórsdóttir, 2016.
14 í samhengi við kennslu í fötlunarfræðum. Samvinnunám nýtist við að auka meðvitund um og draga úr fordómum. Vinna gegn fordómum felst í því að styrkja umburðarlyndi gagnvart margbreytileika, auka menningarnæmi og koma til móts við fjölbreyttar þarfir. Hún felst líka í því að efla vináttu og jafnræðis- og réttlætisvitund, huga að áhrifum samkeppni og draga úr tækifærum til yfirráða einstakra nemenda eða hópa.2 Kennari hefur takmarkaða möguleika til að styrkja félagslega stöðu nemenda. Ef augljós merki eru um fátækt er leiðir til vanrækslu sem hefur áhrif á nám og líðan sinnir hann tilkynningaskyldu sinni3 og hvetur til úrlausna. Bent er á nokkrar hagnýtar aðferðir í kafla 10. Kennarar þurfa að standa vörð gegn staðalmyndum m.a. um kynferði, kynhneigð, atgervi og uppruna. Fordómar geta birtst í því að nemandi er endurtekið skilinn útundan, athugasemdir hans eru hunsaðar eða hæðst að þeim, litlar væntingar gerðar til hans um framfarir í námi, aðrir nemendur víkja sér undan vinnu með honum eða að sitja hjá honum. Margreyndur leikskólakennari sagði öðrum höfundanna þessa sögu: „Ég tók eftir því í nafnaleik að ekkert barnanna þekkti nafn einnar stúlkunnar í hópnum. Hún hafði þó verið á þessum leikskóla um skeið. Mér var brugðið við þetta og einsetti mér eftir þetta að veita hverju barni sérstaka athygli, helst daglega eða a.m.k. annan hvern dag.“ Kennari styrkir jákvæða sjálfsmynd nemenda og góðan námsárangur með því að veita þeim jákvæða athygli, viðurkenna styrkleika og fá þeim verkefni við hæfi. Með þessu stuðlar kennari að skólabrag sem einkennist af virðingu og jafnræði og er nemendum góð fyrirmynd. Vísa má til Kumashiro (2002) í tengslum við nám og kennslu gegn kúgun og undirokun (e. anti-opressive education). Í skrifum sínum setti hann fram eftirfarandi áherslur: • Um þá sem eru jaðarsettir, t.d. ætti kennari að spyrja [sig]: • hvernig gerist það og hverjir eru þetta? • um nám og kennslu í þágu þeirra einstaklinga, • um að stuðla að breytingum, • um nám sem er gagnrýnið á forréttindi og jöðrun, • um heildarsýn á skóla og samfélag. Öflugasta forvörn skóla gegn fordómum er efling jafnréttis og lýðræðisvitundar nemenda Samvinnunám stuðlar að félagslegri færni nemenda 2 Sjá Susan Gollifer og Anh-Dao Tran, 2012. 3 Sjá kafla 3.
15 Kumashiro undirstrikaði að nám og kennsla þarf að ná til allra aðila og allra þátta skólastarfsins. Þetta snýr að almennri aðstöðu og stjórnunarháttum, meðal annars að því að skapa öryggi í almennum rýmun og auk þess að skapa nemendum öruggt skjól eftir þörfum.4 Kumashiro varaði við ýmsum hættum en telur það skipta sköpum að nemendur hafi tækifæri til að átta sig á eigin afstöðu og jafnvel forréttindum. NEMENDUR SEM ÞARFNAST 2.2 SÉRSTAKRAR ATHYGLI Í SKÓLANUM Eins og fram kom eru alúð og umhyggja lykill að að árangri og vellíðan nemenda. Spurningin um árangur og vellíðan nemenda er þó víðfeðmari en svo og snýst ummannréttindi. Menntun semmannréttindi felur í sér rétt til að sækja sér menntun en einnig til að njóta hennar (Ólafur Páll Jónsson, 2016). Ýmsir búa við margþætta mismunun þegar fleiri þættir tvinnast saman, til dæmis kyn og fötlun, kynhneigð og þjóðerni, aldur og búseta (Aðalnámskrá, 2013). Varasamt getur verið að benda á að afmarkaðir hópar barna þarfnist athygli í skólastarfinu umfram aðra. Í því felst óréttmæt alhæfing því að innan hvers hóps eru ólíkir einstaklingar. Slíkar ábendingar gætu styrkt stimplun gagnvart tilteknum einstaklingum og beint athyglinni frá öðrum börnum sem þurfa á stuðningi að halda. Ríkjandi orðræða innan skóla og samfélags mótar okkur sem kennara og viðhorf okkar til barna. Í þessu sambandi er rétt að huga að áhrifum sjúkdómsvæðingar, að því hvað telst vera „hið fullkomna barn eða nemandi“ (Ólafur Páll Jónsson og Andrea Ósk Jónsdóttir, 2004). Hætt er við að allt sem telst víkja frá viðhorfum þar um sé sjúkdómsvætt, meðal annars vandi af tilfinningalegum, félagslegum eða námslegum toga sem sprettur því ekki af veikindum. Svo sem kunnugt er miðar flokkun og greining á vanda að því að viðurkenna sérstöðu fólks og finna hentuga meðferð eða úrræði. Andmælendur hvers kyns flokkana staldra í þessu samhengi við hugtakið „þarfir“ og segja þær byggja á orðræðu læknisfræðinnar um meðferð í þágu aðlögunar. Hún takist ekki á við spurninguna um hvað sé eðlilegt og hvað 4 Frekari heimildir tengdar þessu eru klassískar bækur Paulo Freire Pedagogy of the Oppressed (1970, 1993) og Bell Hooks Heart to Heart: Teaching with Love (2011).
16 ekki en beinist fremur að ágöllum og skorti einstaklinga. Vænlegra sé að skoða styrkleika, úrræði og bjargir einstaklingsins. (Birna Svanbjörnsdóttir, o.fl. 2019; Hamre, 2016; Rieser, 2011.) Þrátt fyrir þessa varnagla nefnum við hópa barna sem þurfa stundum sérstaka athygli og umönnun. Ekki er þó um að ræða tæmandi umfjöllun. Algraigray og Boyle (2017) fóru yfir rannsóknir á hugtakinu „nemendur með sérþarfir“ út frá stimplunarkenningu. Þeir skoðuðu áhrifin af því að draga börn í dilka eftir menntun og framtíðarhorfum. Niðurstaðan var að neikvæðu áhrifin vægju þyngra en hin jákvæðu og mæla þeir með því að breyta þessari flokkun og draga úr skaðsemi hennar. Stefna um skóla án aðgreiningar, skóla margbreytileikans eða inngilding (e. inclusion) sem einnig er notað5 byggir á hugmyndum um félagslegt réttlæti, lýðræði, mannréttindi og fullri þátttöku allra (Ainscow, 2005; Florian, 2008). Lög kveða á um að nemendur eigi rétt á kennslu við sitt hæfi sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan (L.u. grunnskóla, 2008, 91). Kennarar þurfa að vera sérstaklega vakandi fyrir nemendum sem hafa verið greindir með hegðunar- og samskiptavanda. Þegar í leikskóla hafa mörg þeirra þurft að þola fjölda ósigra í samskiptum við önnur börn og fullorðna, þau eru oft vinafá og sjálfstraustið takmarkað. Sé kennarinn ekki stöðugt á verði geta nemendurnir skynjað neikvæð viðhorf og jafnvel túlkað þau sem samþykki fyrir höfnun. Þeir sem skera sig úr fjöldanum vegna uppruna síns, trúarbragða og/ eða tungumáls hafa þurft að mæta fordómum. Íslenskt skólasamfélag var löngum einsleitt. Nú hefur aukin hnattvæðing og fólksflutningar á milli landa leitt til meiri fjölbreytileika og innflytjendum fjölgað á undanförnum áratugum (Hermína Gunnþórsdóttir, o.fl. 2017; Hanna Ragnarsdóttir og Elsa S. Jónsdóttir, 2010). Í upphafi var nýjum nemendum stundum komið fyrir í sérdeildum sem sérhæfðu sig í að kenna þeim nýja málið og var þá stundum ekki hugað að félagslegri þátttöku barnanna. Hætt er við að sú aðgreining hafi ýtt undir staðalmyndir. Nú sýna rannsóknir að mörg ljón eru í veginum hvað fjölmenningarlega menntun varðar. Þannig sýndu rannsóknir Renötu Peskova Emilsson 5 Berglind Rós Magnúsdóttir hefur talað fyrir hugtakinu inngilding sem þýðingu á enska orðinu „inclusion“ um menntastefnu í skólasamfélaginu yfir það að einhver sé tekinn sem fullgildur meðlimur hópsins (Berglind Rós Magnúsdóttir. 2016).
17 (2021) að árangur fjöltyngdra nemenda í íslensku var langt undir meðaltali í íslensku og öðrum kjarnagreinum. Félagsleg staða og líðan virtist auk þess verri en jafnaldra þeirra af íslenskum uppruna. Höfundur telur að viðurkenna þurfi fjöltyngi nemenda og notkun á öllum tungumálaforða þeirra. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að innflytjendaforeldrar og kennarar deili hlutverki og ábyrgð í tengslum við menntun barna. Rannsóknir An-Dao Tran (2016) sýndu að nemendur fundu fyrir veikleikum vegna lítillar tungumálakunnáttu og félagslegrar einangrunar. Þar kom fram þörf á breyttum skilningi á kennslufræði fjölmenningar en jafnframt að kennarar gerðu sitt besta þrátt fyrir veikburða innviði. Susan Gollifer og Anh-Dao Tran (2012) benda á þörf fyrir að undirbúa kennara til að huga að fjölbreyttum þörfum nemenda. Ná þurfi samstöðu um stefnumótun og leiðir til að mæta því hvernig nemendur skynja margbreytileika. Hermína Gunnþórsdóttir o.fl. (2017) ræða hvernig efla megi menntun nemenda af erlendum uppruna. Höfundar telja að íslenska skólakerfið ögri skilningi erlendu foreldranna á skólanum sem stað fyrir hefðbundið nám. Lítið sem ekkert sé gert til þess að styðja kennara við að skilja og skipuleggja fjölmenningarlega menntun. Í tengslum við slíka vankanta má sem dæmi benda á vinnu Reykjavíkurborgar að auknu foreldrasamstarfi, fræðslu um fjölmenningu, aðgengi að tómstundastarfi og tengingu milli skólastiga fyrir börn ungra innflytjenda semmiðar að því að efla nám og menntun (Reykjavíkurborg, 2020). Enn einn hópurinn sem hér verður nefndur er hinsegin fólk en eins og segir í aðalnámskrá falla þættir eins og kynvitund og kynhneigð undir jafnrétti í skólastarfi. Talsverðar framfarir hafa orðið við að leiðrétta mismunun í garð samkynhneigðra hér á landi. Þrátt fyrir það eru fordómar áberandi í garð hinsegin nemenda sem hafa neikvæð áhrif á stöðu barna og ungmenna svo sem vikið verður að. Lítum fyrst á orð ogmálfar. Samkvæmt Hinsegin orðabókÁttavitans (2021) er;„hinsegin“regnhlífarhugtakyfirorðsemskilgreinafólksemer„hinsegin“.6 Á undanförnum árum hefur orðaforði á þessu sviði aukist og nýyrði orðið til.7 Þöggun er ein algengasta birtingarmynd fordóma gagnvart hinsegin fólki. Rannsóknir á samkynhneigð, menntun og skólastarfi eru enn fáar hér á landi og hafa einkum náð til framhaldsskólans. Niðurstöður sýna ríkjandi gagnkynhneigð eða heterosexisma, sem gerir ráð fyrir að allir 6 Þessa útskýringu hinsegin orðabókar Áttavitans má jafnvel nefna klifun, hún fer nokkuð í hring. https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/hinsegin/hinsegin-fra-a-o/ 7 Um íslenskt mál sjá https://samtokin78.is/hyryrdi-2020-nidurstodur/ ; https://uni.hi.is/eirikur/2019/08/18/han/ og skýrslu Íslenskrar málnefndar (2021) um kynhlutlaust mál https://islenskan.is/images/skyrslur/Skyrsla-um-kynhlutlaust-mal.pdf
18 séu gagnkynhneigðir og eigi þannig foreldra. Þær sýni að þessi gildi séu bundin í formgerð og menningu skólanna (Jón I. Kjaran, 2014; Jón I. Kjaran og Ingólfur Á. Jóhannesson, 2010). Þetta ýti undir skyldubundna gagnkynhneigð. Með þöggun um samkynhneigð upplifa hinsegin börn sig utanveltu og skrítin, skammast sín fyrir kynhneigð sína eða kynvitund sem aftur leiðir til verri sjálfsmyndar og líðanar. Þöggunin getur leitt til eineltis og ofbeldis þegar kynhneigð ungmenna kemur upp á yfirborðið. Þegar þögnin er rofin er of algengt að eingöngu sé fjallað um gagnkynhneigð og samkynhneigð en ekki um annað hinsegin fólk, s.s. transfólk, intersex og pankynhneigða og ekki heldur um transbörn eða börn með ódæmigerð kyneinkenni og lengur mætti telja. Uppruni skiptir þarna einnig máli en þetta er að mestu órannsakað svið hér á landi í tengslum við samkynhneigð. Námsritgerð sýnir þó dæmi um að ungir hommar af asískum uppruna verða fyrir öráreitni og rasískum viðhorfum og þannig fyrir tvöfaldri jaðarsetningu (Hjörvar Gunnarsson, 2021). Þar þekktu viðmælendur flestir til fordóma og rasisma innan samfélags samkynhneigðra á Íslandi. Svart hvít umræða um kynhneigð getur verið hættuleg fólki sem er staðsett á jaðri litrófsins. Í raun ætti enginn að þurfa að vera inni í skáp8 og koma svo út úr honum. Fyrirliggjandi rannsóknir á fræðslu og líðan hinsegin barna og ungmenna gefa ekki tilefni til alhæfinga. Vísbendingar eru um einhliða kynfræðslu sem fjalli fyrst og fremst um hvað þyki heilbrigð og samfélagslega samþykkt nálgun í kynlífi og samböndum. Í könnun á líðan hinsegin nemenda á aldrinum 13–20 ára greindi þriðjungur nemenda frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar og fimmtungur vegna kyntjáningar (Reykjavíkurborg, 2022).9 Einnig sýndu niðurstöður að starfsfólk sem veitti hinsegin fólki mikinn stuðning hafði mikil jákvæð áhrif á upplifun þessara nemenda í skólanum. Það brýnir skólayfirvöld, skóla og fræðafólk um að láta þessi mál enn frekar til sín taka. Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, bjóða upp á sérstaka ráðgjöf og fræðslupakka um kynhneigð og kynvitund. Þau halda einnig úti áðurnefnda vefsíðu „Hinsegin frá ö til a sem hefur að geyma fræðslu og upplýsingar um hinsegin mál. 8 Það ferli að opinbera kynhneigð eða kynvitund sína fyrir fjölskyldu, nánum vinum eða stærri hóp (Áttavitinn, 2022). 9 Úrtakið samanstóð af 181 nemanda, á aldrinum 13–20 ára, 2/3 bjuggu á höfuðborgarsvæðinu og (97,8%) gengu í almennan grunnskóla eða framhaldsskóla.
19 Reykjavíkurborg starfar með Samtökunum ´78, að útgáfumálum.10 Borgin hefur gefið út gátlista fyrir skóla sem „vilja vera hinseginvænir“ eins og það er orðað. Spyrja má hvort allir skólar ættu ekki að vilja það? Á vef borgarinnar eru birtar upplýsingar og leiðbeiningar um stöðu, líðan og málefni hinsegin fólks, barna, ungmenna og fjölskyldna og niðurstöður kannana, m.a. um börn með ódæmigerð kyneinkenni og síðast enn ekki síst um skyldur skóla. Sjá vefslóðir í kafla 10. Síðan þessi handbók kom fyrst út árið 2014 hefur athygli beinst í auknummæli að kynvitund barna og umræða um samkynhneigð aukist. Hún snýr meðal annars að kynleiðréttingu barna. Þó að þau tilvik séu hlutfallslega fá, eða kannski einmitt þess vegna, snýr þetta að því að öll börn og allir einstaklingar sem koma að skólanum upplifi sig velkomna þar. Umræða um transbörn og meðal annars um skólagöngu þeirra er nýtt viðfangsefni fyrir kennara (Brill og Pepper, 2019; Rakel Guðmundsdóttir, 2019). Loks má benda á fordóma gegn feitum börnum en offita er alvarlegur heilsufarsvandi. Rannsókn landlæknis á viðhorfum og skoðunum fólks í tengslum við holdafar sýndi að þau hölluðust í átt að neikvæðum staðalmyndum um feitt fólk. Þannig taldi um helmingur þáttakenda að börnum væri almennt strítt, þau uppnefnd eða lögð í einelti vegna holdafars (Sigrún Daníelsdóttir og Stefán Hrafn Jónsson (2015). Í heimi þar sem fallegum en umfram allt grönnum líkömum er hampað á feitt fólk sér fáa málsvara. Það skiptir miklu máli að börn hafi jákvætt viðhorf til eigin líkama því að slæm líkamsmynd tengist vanda á borð við átraskanir, þunglyndi og félagsfælni. Hafa þarf í huga að skilaboð fjölmiðla, leikfanga og myndefnis ná til barna. Í skólastarfinu þarf að gæta varfærni í umfjöllun um næringu, útlit og vaxtarlag svo að hún ýti ekki undir fyrirliggjandi stimplun. Þetta má til dæmis gera með því að vinna skólaverkefni sem tengjast fjölbreyttum fyrirmyndum, sem auðvelt er að nálgast úr hinum stóra íþróttaheimi sem margar fjölskyldur hrærast í. Brynja Halldórsdóttir (2016) bendir á leiðir til að vinna með einstaklings- og kerfisbundna fordóma og öráreitni í skólastarfi, svo sem að auka samskipti við minnihlutahópa, að viðurkenna fleiri tungumál í skólastarfinu við hlið íslenskunnar, nýta verkefni úr fjölmenningarstefnu sveitarfélaga og auka samstarf við foreldra, sem eru tilbúnir að miðla úr fróðleiksbrunni sínum. Allt slíkt eykur þekkingu og skilning og dregur úr stöðluðum hugmyndum um framandleika. Börn mæta oft fordómum vegna fötlunar, samskipta- og hegðunarvanda, kynhneigðar eða annars, þessi börn þarfnast sérstakrar umhyggju 10 Sjá fræðsluefni Samtakanna ´78: Hinsegin frá A til Ö.
20 Þá er mikilvægt að gleyma ekki nemendum sjálfum, að bregðast við röddum þeirra, hlusta á þá, nýta krafta þeirra og hugmyndir, fá þau öll til að finnast þau vera hluti af skólastarfinu og að þau njóti öryggis. Þetta stuðlar að gæðum náms án aðgreiningar (Hermína Gunnþórsdóttir, 2016). Mikilvægt er að þessi vinna sé gerð með þátttöku og stuðningi skólastjórnenda sem eiga að útfæra áherslur í aðal- og skólanámskrám. Kennarinn þarf einnig að fara í gegnum sjálfsskoðun, skoða bakgrunn sinn og forréttindi og draga fram eigin fordóma.
21 BÖRN SEMBÚAVIÐ VANRÆKSLU OG OFBELDI Í þessum kafla er fjallað um algeng form illrar meðferðar á börnum og um áhrif og afleiðingar hennar. Í 5. kafla er fjallað sérstaklega um stafrænt ofbeldi. Einnig eru rædd þau merki sem starfsfólk skóla ætti að lesa í ef það grunar að barn eigi við slíkan vanda að etja. Kaflinn byrjar á stuttu yfirliti yfir rannsóknir á heimilisofbeldi, síðan er rætt um birtingarmyndir, áhrif á börn og algengustu form ofbeldis. Þá er fjallað um merki um að barna hafi orðið fyrir ofbeldi og loks um hvernig kennarar geta talað um efnið við börn. Merking orðsins „heimilisofbeldi“ ræðst af menningu, ólíkum kenningum og skýringum(GuðrúnKristinsdóttir, 2014). Heimilisofbeldi snýst í grundvallaratriðum um valdbeitingu, stjórnun og kúgun ofbeldismanns gagnvart sínum nánustu (Ingólfur V. Gíslason, 2008, Stark og Hester, 2019).11 Heimilisofbeldi er ekki einstakur atburður heldur ferli og í því felst kerfisbundin hegðun 11 Sjá kafla 1.1 um gerendur og þolendur.
22 Heimilisofbeldi er yfirleitt ekki einstakur atburður heldur ferli og kerfisbundin hegðun sem er undir samfélagslegum áhrifum. Í þessari valdbeitingu getur falist ofstjórn, eftirlit, tilburðir til einangrunar eða kúgunar af ýmsu tagi og ofsóknir. Tölur frá nágrannalöndum staðfesta að heimilisofbeldi snertir mörg börn og það er talið alvarlegur lýðheilsuvandi (Hafstad og Augusti, 2019, Eriksson, Bruno og Näsman, 2013; Radford o.fl., 2011). Tíðni ofbeldis sem börn upplifa í bernsku er ólík eftir menningu og aldursskeiðum barna (United Nations Children’s Fund, 2017). Því hefur verið haldið fram að heimilisofbeldi sé vanskráð í rannsóknum enda finnst svarendum yfirleitt erfitt að viðurkenna það. En rannsóknir sýna að traustar niðurstöður er hægt að fá með því að spyrja börn og foreldra um reynslu af illri meðferð. Þó að það geti virst andstæðukennt að spyrja foreldra um þetta er samkvæmni staðfest milli svara þessara beggja hópa (Everson o.fl., 2008; Mullender o.fl., 2002). Því miður er sjaldgæfara að börn séu spurð um ofbeldið í rannsóknum en foreldrar þeirra (Rydström o.fl., 2019). Enginn vafi leikur á því að heimilisofbeldi er til staðar hér á landi. Þetta hefur aðsókn að Kvennaathvarfinu í Reykjavík sýnt allt frá opnun þess árið 1982, svo og starf annarra samtaka sem beita sér gegn nauðgunum og sifjaspellum, s.s. Bjarkarhlíð, Neyðarmóttakan, Stígamót, Kvennaráðgjöfin, Drekaslóðir í Reykjavík, Aflið og Bjarmahlíð á Akureyri. Á síðari árum hafa verið stigin skref til að veita körlum aðstoð hjá Stígamótum, samtökunum Heimilisfriður og Meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Fáar rannsóknir eru til hér á landi á heimilisofbeldi og hafa þær flestar beinst að högum kvenna (Ingólfur V. Gíslason 2008; Erla K. Svavarsdóttir 2010). Sárlega vantar rannsóknir á heimilisofbeldi sem snýr að körlum (Guðrún Kristinsdóttir og Jón Ingvar Kjaran, 2021a, b; Freydís Jóna Freysteinsdóttir og Ingibjörg Þórðardóttir, 2016). Engin ný tíðnikönnun á heimilisofbeldi liggur fyrir sem gerð hefur verið á almennu þýði. En nefna má nýja könnun á tíðni og eðli heimilisofbeldis í nánum samböndum sem byggði á heimsóknum kvenna 18 ára og eldri á Landspítala háskólasjúkrahús vegna ofbeldis núverandi eða fyrrverandi maka. Hún náði til áranna 2005–201412 og sýndi tíðnina 1.69 per 1000.13 Flestir líkamlegir áverkar voru metnir 12 Fjöldi heimsókna var 1454. 13 Erfitt er bera tölulega saman milli landa vegna ólíkra aðferða (EIGE) (2017).
23 minni háttar eða 76.2% og er þá átt við högg eða spörk á efri hluta líkamans. Af því voru högg á höfuð, andlit og háls 37%. Í 9.8% tilvika var um kyrkingu ræða (Drífa Jónasdóttir o.fl., 2020). Vart þarf að taka fram að kyrking, sem áður var oft nefnd kverkatak, er lífshættuleg árás, eins og kann að vera um fleira í þessu sambandi. Þar sem úrtakið er sértækt er ekki hægt að alhæfa um tíðni heimilisofbeldis á grunni þessarar könnunar. Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds (2010) könnuðu tíðni, form og umfang ofbeldis gegn konum ítarlega með spurningalista.14 Fram kom að 30% kvenna (miðað við mannfjöldatölur frá 2008) höfðu upplifað líkamlegt ofbeldi af hálfu maka eða sambúðaraðila og um 22% sögðust hafa búið við ofbeldi í nánu sambandi um tíma frá 16 ára aldri. Niðurstöðurnar sýndu að sum börn búa við og verða vitni að ofbeldi á heimilum. Sagði þrír fjórði hluti kvenna sem svaraði spurningu þar að lútandi að barn hefði verið á heimilinu þegar síðasta ofbeldisatvik átti sér stað. Í rannsókn á ofbeldi og átökum í fjölskyldum og tengslum við líðan og heilsufar sögðust 7% svarenda hafa orðið vitni að líkamlegu ofbeldi á heimilinu.15 Það var fátíðarameðal unglinga sem bjuggu hjá foreldrum með lengri menntun og betri fjárráð (Geir Gunnlaugsson, o. fl., 2011). Þunglyndi, reiði og kvíði var einnig algengarimeðal þeirra. Erlendar rannsóknir hafa þó ekki sýnt óyggjandi fram á tengsl efnahags og menntunar við heimilisofbeldi. Í athugun semsýndi tíðni kynferðislegrarmisnotkunar á börnumsögðust um 23% stúlkna hafa verið misnotaðar fyrir 18 ára aldur og um 8% drengja.16 Um helmingur þeirra sem misnotuðu börnin voru karlar sem tengdust fjölskyldunni á einhvern hátt en voru ekki feður þeirra (Hrefna Ólafsdóttir, 2011). Svarhlutfall var lágt en niðurstöður byggðu á stóru slembiúrtaki. Sterkar vísbendingar eru um að börn hér á landi þekki sjálf til ofbeldis á heimilum. Þetta kom fram í könnun meðal skólabarna í 4.–10. bekk.17 Um 70% barna og 94% unglinga sögðust þekkja orðið heimilisofbeldi (Ingibjörg H. Harðardóttir o.fl., 2014). Af bakgrunnsþáttum hafði eigin vitneskja um ofbeldi á heimili skýrust tengsl við svör þátttakenda. Hærra hlutfall barna, sem sagðist þekkja einhvern sem hefði orðið fyrir ofbeldi á heimili, taldi karla og konur verða fyrir því samanborið við börn sem ekki sögðust þekkja neinn með þá reynslu. Einnig kom fram að fleiri unglingar er sögðust þekkja einhvern sem hefði verið beittur ofbeldi á heimili töldu ofbeldi á heimili algengara en aðrir. Erfitt er að fullyrða um orsakir þessa munar á svörum barna og unglinga. Þau sem þekkja til 14 Tekið var 3000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá meðal kvenna á aldrinum 18–80 ára á öllu landinu. 15 Hún náði til 3500 unglinga á aldrinum 14–15 ára. 16 Um var að ræða 1500 manna úrtak. 17 Úrtakið náði til ríflega 1100 barna í þrettán grunnskólum víða um land.
24 ofbeldis á heimilum gætu hugsanlega talið að það sé eðlilegur verknaður. Önnur skýring gæti verið að börn og unglingar sem þekkja einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi á heimili sínu beini athygli sinni meira að umfjöllun um athæfið en þau sem ekki búa yfir slíkri vitneskju. Nýlegar rannsóknir sýna að hluti barna og unglinga ýmist verða vör við, verða fyrir eða eru vitni að ofbeldi í fjölskyldum sínum og enn hefur bæst við þekkingu á þessu sviði síðan ofangreind könnun var gerð (Hafstad og Augusti, 2019; Rydström, o.fl., 2019; Ellonen, Kääriäinen, 2008; Mossige and Stefansen, 2008). Niðurstöður ofangreindrar skólakönnunar hér á landi sýndi að lágt hlutfall barna hér á landi heyrir um heimilisofbeldi hjá foreldrum (Ingibjörg H. Harðardóttir, o.fl., 2014). Algengast var að þau segðust hafa heyrt um það í sjónvarpi (59%) og næstalgengast í skólanum (53%). Í ljósi þess má telja að ábyrgð skólans á því að fjalla um efnið sé umtalsverð. Færri þátttakendur sögðust hafa heyrt talað um heimilisofbeldi í samræðum nákominna eins og hjá mömmu (21%), pabba (15%) eða hjá vinum (13%). Þar sem ofbeldi er beitt á heimili ríkir yfirleitt þögn um það vegna ótta, sársauka, niðurlægingar og skammar sem fylgja slíkum hremmingum. Þetta kom fram í viðtölum við börn og unglinga sem höfðu búið við langvarandi og alvarlegt ofbeldi á heimilum sínum (Guðrún Kristinsdóttir, o.fl., 2014). Það er í samræmi við erlendar viðtalsrannsóknir (McGee, 2005; Mullender, o. fl., 2002). Pernebo og Almqvist (2016) ásamt fleirum benda til dæmis á hve mjög tengsl við foreldra í slíkum aðstæðum skerðast og verða ótraust. Þessar niðurstöður í ofangreindu íslensku skólakönnuninni benda til þess að foreldrar ættu að ræða meira við börn sín um heimilisofbeldi. Það gæti komið í veg fyrir eða dregið úr því að upplýsingar berist til þeirra eftir tilviljunarkenndum og jafnvel óvönduðum leiðum, sem sumir netmiðlar eru (Ingibjörg H. Harðardóttir, o.fl., 2014). Þær eru einnig skilaboð til skóla og annarra aðila, sem sinna forvörnum um ábyrgð þeirra á vandaðri fræðslu, t.d. um réttindi barna eins og þau birtast í Barnasáttmála SÞ.18 Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í að miðla vönduðum upplýsingum og fræðslu og mættu sinna því oftar. Börn búa við og verða vitni að heimilisofbeldi hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna 18 Samningurinn er í daglegu tali nefndur Barnasáttmáli SÞ og er hér ýmist nefndur því nafni eða hinu formlega, Samningur um réttindi barns.
25 Ýmsir aðilar hafa útbúið efni sem nota má bæði eða ýmist á heimilum og í skólum í þessu skyni, s.s. Barna- og fjölskyldustofa, Embætti umboðsmanns barna, Embætti landlæknis, Menntamálastofnun og samtök, s.s. Barnaheill, Save the children á Íslandi, Bjarkarhlíð, Heimili og skóli, Landsnefnd Barnahjálpar SÞ á Íslandi, Stígamót og Kvennaathvarfið í Reykjavík o. fl. Aftast í ritinu eru frekari upplýsingar um fræðsluefni sem hentar ólíkum aldurshópum. Í HVERJU BIRTIST HEIMILISOFBELDI? 3.1 Heimilisofbeldi birtist í ógnandi hegðun og misbeitingu í samskiptum fólks sem býr saman eða er bundið nánum böndum (Mullender, o.fl., 2002). Heimilisofbeldi snýst um vald og stjórnun. Ofbeldið er kynjað, þannig að mun fleiri karlar en konur beita ofbeldi í nánum samböndum (Hardesty og Ogolsky, 2020). Það er undir áhrifum valdakerfa og stjórnunar í samfélaginu (Hearn, o. fl., 2020, Walby 2020). Með heimilisofbeldi er vísað til líkamlegrar, efnahagslegrar, kynferðislegrar og andlegrar misbeitingar sem snýr að þeim sem er háður ofbeldismanni. Hegðun sem fellur undir ofbeldið felst t.d. í því að nota líkamlega og yfirburðastöðu sína á heimilinu, eða að sá sem beitir ofbeldi hótar, ógnar, beitir úrtölum eða þrýstingi. Sá sem fremur athæfið afneitar, ásakar aðra og beitir ásökunum, yfirdrifinni stjórnsemi, eftirliti og ofsóknum (Pence og Paymar, 1993). Þetta getur m.a. falið í sér að einangra, niðurlægja, gera lítið úr, ofsækja, munda eða beita vopni og kúga fjárhagslega. Áður fyrr var yfirleitt rætt um heimilisofbeldi sem átök milli fullorðinna. Sá skilningur hefur breyst í kjölfar rannsókna sem sýna að börn staðsetja sig sjálf á vettvangi atburða þegar þau eru beðin að lýsa því hvað felst í orðinu heimilisofbeldi (Guðrún Kristinsdóttir, 2014). Vægi óbeinna áhrifa af því að verða vitni að ofbeldi er því æ meira viðurkennt. Goðsagnir um heimilisofbeldi Ekkert afsakar ofbeldi á heimili. Sá sem beitir ofbeldinu útskýrir það á ýmsan hátt og yfirleitt til að verja gerðir sínar. Afsakanirnar eru gjarnan endurteknar og breytast í lífsseigar goðsagnir og ranghugmyndir. Margar þeirra snúast um hina fullorðnu á heimilinu: Heimilisofbeldi snýst fyrst og fremst um vald og stjórnun
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=