Óboðnir gestir

Ævar snarþagnar þegar hann heyrir skyndilega léttar hrotur. Hann lítur á Unu. Nei, hann trúir þessu ekki. Hún er sofnuð! Hvernig getur hún sofnað þegar hann er að segja henni svona hryllilega sögu? Einmitt þegar hann ætlaði að láta skrímslið slíta hausinn af stelpunni! Ævar er vonsvikinn. Það er sko ekki hægt að hræða hana Unu. Hann liggur grafkyrr. Þau kúra í svefnpokunum sínum inni í ofurlitlu grænu tjaldi. Andlitið á Unu er ekki nema tuttugu sentimetra frá Ævari. Nú getur hann skoðað hana vel af því hún er sofandi. Honum finnst hún sæt. Ef strákarnir í skólanum vissu þetta nú! 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=