48 – Nú verðum við að komast strax út og loka hinu opinu líka! æpir hann. En dyrnar eru læstar. Hvernig komumst við út? – Ekki málið! segir Una. Ég veit um hinn lykilinn. Hún hleypur að útidyrunum og opnar lítinn skáp. Þar liggur annar lykill á hillu! Una er ekki lengi að stinga honum í skrána og opna. Ævar hleypur út á undan. Hann veit hvar opið er sem hann datt niður um. Þau heyra blótsyrðin frá fólkinu. – Þau hafa lokað okkur hér niðri! Þetta er allt þér að kenna! æpir konan.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=