Óboðnir gestir

Karlinn verður óskaplega forvitinn. Hann langar að fara strax niður og sjá hvað konan hefur uppgötvað. En hann þarf líka að passa að Ævar og Una sleppi ekki. – Þú ættir að drífa þig niður líka, segir Ævar. Ég er viss um að kerlingin ætlar að hirða alla dýrgripina og stinga þig af! Það er sko önnur leið upp úr jarðhýsinu. Karlinn er á báðum áttum. Að lokum hraðar hann sér að dyrum kirkjunnar og læsir. Hann stingur lyklinum í vasann. Svo kemur hann til baka og fer niður þrepin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=