Óboðnir gestir

45 – Kíkiði bara þarna niður! Alls konar gull og silfur. Það er fullt af því þarna niðri. Alveg heill fjársjóður! Karlinn og konan horfa tortryggin hvort á annað. – Strákurinn er örugglega að reyna að plata okkur eitthvað, segir karlinn að lokum. En farðu samt niður og athugaðu þetta svona til öryggis. Ég skal hafa auga með þessum grislingum á meðan. Ég verð að passa að þau hringi ekki í lögregluna! Konan prílar niður þrepin. Stundarkorn er allt hljótt. Síðan heyrist mikið öskur! Vá, vá, vááá! Ég trúi þessu ekki! Strákurinn sagði satt! Það er algjör fjársjóður hérna. Við erum rík!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=