ÞREPIN Ævar bíður óþolinmóður. Nú hlýtur Ási að koma bráðum aftur með Unu. Það líður dágóð stund. En þau birtast ekki. Ohh! Hann er auðvitað svo lítill og vitlaus hann Ási. Hann hlýtur að hafa klúðrað þessu. Ævar er reiður og pirraður og kastar bangsanum frá sér. Bangsinn þeytist þvert yfir klefann … og lendir á beinagrindinni. Það skröltir í beinunum þegar hún hrinur í sundur. Hauskúpan rúllar yfir gólfið í áttina til hans. Ævari verður ekki um sel.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=