– Ási, kallar hann. Ég er hérna niðri. Passaðu þig að detta ekki niður líka. Það er gat hérna í jörðinni og ég er þar ofan í. – En bangsi? Hann er týndur? kjökrar Ási. – Nei, bangsi er hérna hjá mér. Ég skal passa hann. Farðu bara og finndu Unu. Hún er kannski í kirkjunni. Segðu henni að koma hingað og hjálpa mér upp. Ævar sér kringlótt andlitið á Ása þar sem hann gægist niður í holuna. – Flýttu þér! Það er beinagrind hérna. Mér finnst ekkert skemmtilegt að vera hérna niðri hjá henni! – Ókei, segir Ási. Hann rís á fætur og röltir að kirkjudyrunum. En þegar hann kemur nær heyrir hann raddir. Hann heyrir ekkert í Unu en hann heyrir reiðilegar raddir í vondu fólki. 32
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=