31 BANGSI Ævar stendur beint fyrir neðan opið. Hann er búinn að hrópa og kalla en Una svarar honum ekki. Hvað hefur orðið um hana? Allt í einu kemur eitthvað fljúgandi niður um gatið til hans. Það lendir beint á hausnum á Ævari. Hann meiðir sig ekkert því það er mjúkt og loðið. Ævar hrekkur við og fær hroll um allan líkamann. Er þetta nokkuð loðna krumlan úr sögunni hans? En fljótlega sér hann að þetta er bangsi. Bangsinn hans Ása. – Bangsi minn! Hvar ertu? er kallað. Ævari léttir. Hann er þá ekki alveg aleinn í heiminum … með bangsa og beinagrind.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=