30 Ási heyrir röddina aftur. – Una! Hvar ertu! Hjálpaðu mér upp! Nú þekkir hann röddina. Þetta er rödd Ævars! Gott að þetta var ekki einhver sem á heima í kirkjugarðinum. Ási fer að kirkjugarðsveggnum. Ætli hann komist yfir hann? Fyrst hendir hann bangsanum yfir og svo reynir hann að klöngrast á eftir honum. Það gengur frekar illa. Honum tekst ekki að komast upp á vegginn. Hann er aðeins of hár. Ási litast um í rökkrinu. Hann sér gamlan trékassa og dröslar honum að veggnum. Hann klifrar upp á kassann og þaðan upp á vegginn. Svo stekkur hann niður í kirkjugarðinn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=