29 Það er eins og röddin komi neðan úr jörðinni! – Una! kallar röddin. Hjálpaðu mér! Þetta er nú skrítið, hugsar Ási. Og frekar draugalegt! Hann fer aftur inn í tjaldið og nær í bangsann sinn. – Bangsi, ég held að einhver af dauða fólkinu í kirkjugarðinum sé að kalla á hana Unu. Heldurðu að eitthvert þeirra vilji fá hana niður í jörðina til sín? Bangsi svarar engu. Það fer hrollur um Ása. Hann vill alls ekki missa systur sína ofan í jörðina.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=