28 ÁSI Ási litli vaknar allt í einu um miðja nótt. Hann er steinhissa þegar hann sér að hann er aleinn í tjaldinu. Hvar eru Una og Ævar eiginlega? Þau sem eiga að passa hann! Skilja hann svo bara einan eftir. Ási bröltir út úr tjaldinu. Hann skimar eftir krökkunum. Hvar eru krakkarnir? Það er hvergi ljós í gluggum í húsinu þeirra. En hann sér að það er ljós úti í kirkju. Getur presturinn verið að messa núna? Um miðja nótt? Kannski það. Þeir eru nú svo skrítnir þessir prestar! Þá heyrir hann einhvern kalla. Hvaðan kemur röddin?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=