27 – Nei, heldurðu það? svarar karlinn og glennir upp augun. Mér sýnist þetta bara vera venjulegur stelpukrakki. Varla erum við nú hrædd við hana! Una þokar sér aftur á bak. Hvað get ég gert? Hvar er Ævar? Hefur hann falið sig? Er hann virkilega svona mikil rola? Ætlar hann ekkert að hjálpa mér? Una veit ekki að Ævar er að kalla á hana. Hún heyrir bara reiðilegar raddir innbrotsþjófanna. Þessara kirkjuræningja! Þessa skítapakks! Hún finnur hvernig hún verður reiðari og reiðari. Ég verð að gera eitthvað til að stöðva þau! Þau mega ekki stela dýrgripunum úr kirkjunni!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=