Óboðnir gestir

24 UNA Una stendur stjörf í kirkjudyrunum. Karlinn er ekki einn. Það er kona með honum. Þau eru bæði dökkklædd og með húfur ofan í augu. Konan er með stóran poka. Þau eru að setja kirkjumuni ofan í hann. Gömlu gripina sem tilheyra kirkjunni! Una sér að fallegu koparkertastjakarnir eru horfnir af altarinu. Þeir eru örugglega komnir ofan í pokann líka. Fólkið stirðnar upp þegar það sér Unu. Konan lýsir með vasaljósi framan í hana. – Hvern fjandann ert þú að gera hér? spyr hún reiðilega. Svo snýr hún sér að karlinum. – Sagðirðu ekki að það væri enginn heima hérna á bænum, aulinn þinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=