21 ÆVAR Þegar Ævar dettur niður um hlerann er hann viss um að nú sé hans síðasta stund runnin upp! Hjálp! Nú dett ég ofan í ógeðslega gröf og lendi á rotnuðu líki! hugsar hann. Svo skellur hann niður á hart moldargólf. Vinstri handleggurinn beyglast undir honum og hann finnur nístandi sársauka. Hann liggur kyrr og vorkennir sjálfum sér. Ég hefði ekki átt að koma hingað í sveitina. Ég hefði bara átt að vera í bænum í allt sumar. Ég hlýt að drepast hérna niðri! En svo áttar hann sig á því að það þýðir ekkert að láta eins og aumingi. Hann verður að komast upp aftur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=