18 Una grípur í handlegginn á Ævari. – Eigum við ekki að hringja í lögguna? spyr hann. – Löggan er svo langt í burtu, svarar Una. Við erum lengst uppi í sveit og þeir eru alveg klukkutíma á leiðinni hingað. Komdu, við skulum fyrst athuga hvað er í gangi. Kannski eru þetta bara einhverjir sem við þekkjum. Una læðist á undan. Ævar kemur á eftir henni. Þau skilja Ása eftir í tjaldinu. Hann er hvort sem er steinsofandi. Una klifrar yfir kirkjugarðsvegginn. – Bíddu, Una. Það stakkst eitthvað í hælinn á mér. Það er einhver með vasaljós þarna inni! Við verðum að gera eitthvað!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=