17 Hún nuddar augun og geispar. Svo mjakar hún sér úr svefnpokanum. Hún kíkir út úr tjaldinu og skríður svo alveg út. Ævar fer á eftir henni með hálfum huga. Hann hugsar um kirkjugarðinn. Hann er fullur af dauðu fólki og beinagrindum. Það er frekar dimmt úti. Honum líst ekki á blikuna. Það er ekki um að villast. Ljósskíma berst gegnum litað glerið í kirkjugluggunum. Það falla gulir, rauðir, bláir og grænir geislar á grasið. Og þeir hreyfast! Sjáðu! Það er einhver inni í kirkjunni!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=