15 En þegar það dimmir meira og ágústnóttin færist yfir hljóðna fuglarnir. Þá fer Ævar að dotta. Hann byrjar að dreyma. Hann dreymir að hann leiði Unu og að hún kreisti hönd hans. Þá hrekkur hann upp! Ási liggur ofan á hendinni á honum. Ævar ýtir honum frá og sest upp. Hvað var það sem vakti hann? Var það ekki eitthvert hljóð? Ævar er næstum viss um að hann hafi heyrt eitthvað. Jú, nú kemur það aftur! Hann heyrir hurðaskell og hann heyrir líka RADDIR!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=