Óboðnir gestir

13 DULARFULLT HLJÓÐ Eftir sjö mínútur var Ási steinsofnaður. Það var þá sem Ævar fór að segja söguna. Honum fannst Una vera eitthvað svo svöl og langaði til að hræða hana svolítið. Hann vildi gera hana virkilega hrædda svo hún sæi að hann væri enginn aumingi. En svo sofnar hún bara í miðri sögu. Ævar er móðgaður. Nú liggur hann glaðvakandi í tjaldinu og hlustar á systkinin anda. Fuglasöngurinn heldur líka fyrir honum vöku. Sofa fuglar aldrei? Hvernig er það eiginlega? Það eru örugglega liðnir tveir klukkutímar síðan Una sofnaði en honum hefur ekki komið dúr á auga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=