Óboðnir gestir

12 En þegar líður á kvöldið og Ási á að fara í háttinn ráða þau ekkert við hann. Hann harðneitar að fara að sofa og lætur öllum illum látum. Þá fær Una góða hugmynd. – Heyrðu, Ási! Hvað segirðu um að sofa í tjaldinu í nótt? Hann rýkur af stað og finnur litla svefnpokann sinn og bangsann. – Ætlarðu að láta Ása vera einan úti í tjaldi í alla nótt? spyr Ævar hissa. – Nei, ertu klikkaður! svarar Una hlæjandi. – Við sofum auðvitað líka í tjaldinu. Þannig atvikaðist það að þau sváfu úti í tjaldi þessa nótt. Ef þau hefðu ekki gert það hefði kannski allt farið á annan veg! Já, já, jááá! Sofa í tjaldinu!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=