Óboðnir gestir

10 – Iss, það verður allt í lagi með ykkur. Þið eruð nú bæði orðin fjórtán ára, segir pabbi Unu. Næstum fullorðin! – En Ási? Fer hann ekki með ykkur? spyr Una. – Nei, við getum ekki tekið hann með. Það verður svo mikið um að vera á markaðnum. Hann flækist bara fyrir. Og svo voru þau farin. – Jibbí! hrópar Una og dansar stríðsdans. Það er æðislegt að fá að vera ein heima! – Jibbí, jibbííí! hermir Ási eftir henni. Svo hleypur hann beinustu leið inn í hlöðu og hoppar þar á heyböggunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=