Óboðnir gestir

9 Foreldrar Unu reka fjárbú á Bakka. Þau eiga margar kindur. En núna yfir sumarið eru þær allar langt uppi í fjöllum. Undanfarna mánuði hafa þau hjónin búið til ýmislegt úr ullinni af kindunum. Þau hafa ofið og prjónað og saumað og gert marga fallega hluti. Í gær hlóðu þau svo öllum þessum vörum í bílinn sinn. Síðan lögðu þau af stað með þær á markað sem er haldinn austur í Firði. Þar ætla þau að reyna að selja framleiðsluna. Á meðan þurfa krakkarnir að vera einir heima. Þegar pabbi og mamma Unu sögðu að þau ættu að vera ein í tvo sólarhringa varð Ævar svolítið hræddur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=