Númi stendur í ströngu

Bókin Númi stendur í ströngu er í senn bók til lestrarþjálfunar og til að minna á mikilvæg atriði í tengslum við slysavarnir og öryggi á heimilum. Orðaval í bókinni tekur ekki alfarið mið af því að hún er ætluð byrjendum í lestri. Því er mikilvægt að foreldrar og kennarar styðji vel við lesandann eða lesi jafnvel fyrir hann á köflum. Bókin er skreytt litríkum og fjörlegum myndum sem styðja vel við glettinn texta. Atriði til að ræða heima og í skólanum Brunasár – fyrstu viðbrögð. Sár þarf að kæla sem fyrst. Fyrst með köldu vatni í stutta stund en síðan með 15–20 °C heitu vatni. Einnig er hægt að nota brunagel. Öryggi í tengslum við heita potta við heimahús eða sumarhús . Þegar enginn er í pottinum á að vera læsanlegt lok yfir honum. Örugg geymsla lyfja . Öll lyf og eiturefni á að geyma í læstum hirslum sem börn komast ekki í. Eiturefni eru t.d. þvottaefni og uppþvottalögur. Sjúkrakassar. Í sjúkrakassa eiga meðal annars að vera plástur, lítil skæri, flísatöng, teygjubindi, fatli, saltvatn, bómullarpinnar, grisjur, einnota hanskar og blástursgríma. Eldvarnir á heimilum. Reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnar- teppi er nauðsynlegur öryggisbúnaður á öll heimili. Ábyrgð á umönnun barna – aldurstakmörk . Lögum samkvæmt mega börn undir 15 ára aldri ekki passa börn. Til kennara og foreldra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=