Númi stendur í ströngu

24 Þegar afi kom til baka með konuna urðu þau hissa. Það var brunalykt og myrkur í bústaðnum. Afi kveikti ljós. Fyrst sáu þau alla brotnu diskana í eldhúsinu. Svo sáu þau unglinginn með brókarbarnið í fanginu og barnið sem hafði dottið ofan af borðinu. – Elsku, litlu krílin mín, sagði konan. Kríli, hugsaði Númi. Þetta eru algjör villikríli. Svo kyssti konan börnin í bak og fyrir. Mikið var Númi feginn þegar þau voru öll farin. Númi og afi voru lengi að taka til og þrífa eftir þessa furðulegu heimsókn. Það fannst Núma gaman því loksins, loksins nennti afi að gera eitthvað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=