Númi og konurnar þrjár

Bókin Númi og konurnar þrjár er í senn bók til lestrarþjálfunar og til að minna á mikilvæg atriði í tengslum við slysavarnir, s.s. notkun á öryggisbúnaði við hjólreiðar og á hjólabretti sem og að minna á neyðarnúmerið 112. Orðaval í bókinni tekur ekki alfarið mið af því að hún er ætluð byrjendum í lestri. Því er mikilvægt að foreldrar og kennarar styðji vel við lesandann eða lesi jafnvel fyrir hann á köflum. Bókin er skreytt litríkum og fjör- legum myndum sem styðja vel við glettinn texta. Umræður heima og í skólanum Ása, Signý og Helga : Minna þessar persónur á einhverja aðra sögu sem barnið þekkir eða hefur heyrt? Hvað gera Ása, Signý og Helga rangt? Hjálmur : Hvers vegna er mikilvægt að nota hjálm þegar hjólað er eða þegar verið er að renna sér á hjólabretti eða hlaupahjóli? Annar öryggisbúnaður : Til hvers notar Númi sérstakar hlífar fyrir hné, olnboga og úlnliði? Neyðarlínan 112 : Hvenær er rétt að hringja í Neyðarlínuna? Endurskinsmerki : Hvaða gagn er að þeim? Til kennara og foreldra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=