Númi og konurnar þrjár
24 Sumarið leið. Það voru að koma jól. Dyrabjöllunni var hringt heima hjá Núma. Úti stóðu þrír kátir og skrýtnir jólasveinar með hjálma á höfðinu. Jólasveinarnir kipptu í skeggin, þau sviptust af. Þetta voru þá fínu konurnar þrjár. – Kæri strákur! Við eyðilögðum bæði hjólið þitt og brettið. Nú færðu nýtt hjól og nýtt bretti í jólagjöf, tístu þær. Gleðileg jól strákur. Og veistu hvað? Núna kunnum við að hjóla. Kerlingarnar hjóluðu inn í myrkrið með hjálmana á höfðinu. Það stirndi á endurskinsmerkin þeirra.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=