Númi og konurnar þrjár

20 – Sjáðu hvað við hekluðum í nótt. Þessa flottu hjálma og hlífar, tísti í Helgu. Fínu konurnar drógu upp ullarhúfur sem þær settu á höfuðið. Þær drógu líka upp ullarhlífar sem þær settu á hnén og úlnliðina og olnbogana. Mikið voru þær ánægðar. Nú var Númi alveg hissa. – Þetta eru ekki pottþéttar hlífar. – Jú víst, þær eru svo mjúkar, sagði Helga. – Þær eru mjög hlýjar, sagði Ása. Megum við núna fá brettið þitt lánað? – Já, já, ekkert mál. Eruð þið ekki með svo góðar hlífar, mjúkar og hlýjar? Númi glotti. Fínu konurnar hoppuðu af kæti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=