Númi og konurnar þrjár

13 Signý þaut á hjólinu niður Brekkugötuna og fór hraðar og hraðar. Neðst í götunni var verslunin Kristall og postulín. Signý stefndi einmitt þangað á fullri ferð og kunni ekki að bremsa. Ó, ó, ó, hugsaði Númi þegar hann sá Signýju fljúga inn um gluggann á versluninni. Það glumdi í öllu hverfinu. Hvílíkur hávaði. Það var ekki sjón að sjá. Rassinn á Signýju stóð út um gluggann en höfuðið var blóðugt innan um glerbrotin. – Hún hefði átt að vera með hjálm, tautaði Númi. Ása og Helga voru skömmustulegar. Þær voru líka áhyggjufullar því Signý virtist mikið slösuð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=