Númi og konurnar þrjár

9 Svo sagði Ása og stoppaði: – Ég veit hvað við gerum! – Aha, sögðu hinar. Við skulum taka hjólið hans. Hinar kinkuðu kolli og hlógu rosalega. Svo hrifsuðu þær af honum hjólið. Númi var alveg stjarfur. Hann kom ekki upp orði. – Mig hefur alltaf langað til að hjóla, sagði Signý og settist á hjólið. Hinar ýttu henni af stað … niður bratta brekku. Sjálfa Brekkugötu. Þá fékk Númi málið aftur. – Nei, nei! Stopp, stopp, þú kannt ekki að hjóla! Stoppaðu! STOPPAÐU! Þú ert ekki með hjálm! Þetta er hættulegt!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=