Norðurlönd - Vinnubók

6 NORÐURLÖND Bauganet jarðar Bls. 4–5 í grunnbók Breiddarbaugar eru notaðir til þess að ákvarða staðsetningu til norðurs eða suðurs. Byrjað er að telja við miðbaug sem er á breiddargráðu 0. Síðan eru breiddarbaugarnir taldir til norðurs (norðlæg breidd, táknuð með N) og suðurs (suðlæg breidd, táknuð með S). Breiddargráður eru ritaðar með a.m.k. fjórum tölustöfum, t.d. 64°00´N. Lengdarbaugar ákvarða staðsetningu til austurs eða vesturs. Þeir ná milli norður- og suðurpólsins. Lengdarbaugurinn sem talið er út frá er 0° lengdarbaugurinn sem liggur í gegnum Greenwich í London. Línurnar fyrir vestan hann kallast vestlæg lengd (táknuð með V) en fyrir austan hann kallast austlæg lengd (táknuð með A). Bauganetið er eins og ímyndað net sem lagt er yfir jörðina og myndar þannig eins konar hnitakerfi sem notað er til að gefa upp nákvæma stað- setningu á yfirborði jarðar. Í hvaða löndum finnast þessi hnit: 30°N, 90°V? _________________________ 30°S, 120°A? ________________________ 60°N, 60°A? _________________________ 0°, 60°V? _________________________ Lengdargráður skal rita með a.m.k. fjórum tölu- stöfum, t.d. 06°15´V, og fimm tölustöfum þegar það á við: 135°00´V. Austlæg lengd = A Vestlæg lengd = V Norðlæg breidd = N Suðlæg breidd = S

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=