Norðurlönd - Vinnubók

12 NORÐURLÖND Mælieiningar á kortum Bls. 8 í grunnbók Á kortum þarf að vera mælikvarði til þess að lesandinn geti áttað sig á því hvert hlutfallið er á milli raun- verulegra vegalengda á yfirborði jarðar og vegalengda á kortinu. Mælikvarðinn segir þá til um það hversu mikið er búið að smækka raunveruleikann. 1. Æfðu þig í að breyta milli mælieininga. 1:5.000.000 = þetta þýðir að 1 cm = ______________ km 1:10.000.000 = þetta merkir að 1 cm = ______________ km 1:25.000.000 = þetta merkir að 1 cm er = ______________ km 1: 30.000.000 = þetta merkir að 1 cm er = ______________ km 2. Skoðaðu kort í Kortabók handa grunnskólum (2007) bls. 26–27. Þar er mælikvarðinn 1: 7 000 000. Það merkir að 1 cm er ______________ km. Hversu langt er þá á milli þessara staða? Þetta þarf ekki að vera nákvæm mæling. Milli Óslóar og Stokkhólms eru u.þ.b. ______________ cm = ______________ km Milli Kaupmannahafnar og Helsinki eru u.þ.b. ______________ cm = ______________ km Milli Ósló og Þrándheims eru u.þ.b. ______________ cm = ______________ km Milli Reykjavíkur og Færeyja eru u.þ.b. ______________ cm = ______________ km Milli Stokkhólms og Helsinki eru u.þ.b. ______________ cm = ______________ km Mælikvarði 1:600.000 1 cm já kortinu jafngildir 6 km á yfirborði jarðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=