Norðurlönd

7 Loftmyndir eru teknar þannig að flugvélar með sér- hæfðar myndavélar fljúga yfir svæðið sem á að kort- leggja. Myndirnar eru venjulega teknar beint niður og látnar skarast þannig að fullvíst sé að ekkert svæði verði út undan. Þessi skörun er kölluð yfirgrip. Hún tryggir líka að hægt er að sjá landslagið í þrívídd með aðstoð sérstakra tækja. Þegar myndirnar eru teknar þarf að vera heiðskírt veður og góðar aðstæður til myndatöku. Við kortagerð eru einnig notaðar gervihnattamyndir, beinar mælingar á landi og ýmislegt fleira. Þegar landakort eru teiknuð þarf að byrja á að safna gögnum. Afla þarf upplýsinga um hvernig landslagið er, um láglendi, hálendi, vötn, jökla og líka um byggð, vegi og annað slíkt. Einnig þarf að safna örnefnum og setja inn á kortin. Til þess að fá þessar upplýsingar eru meðal annars teknar loftmyndir af því svæði sem á að kortleggja. Á Íslandi eru til loftmyndagögn frá árinu 1937. Á loftmyndum er hægt að bera saman breytingar sem verða t.d. á gróðurfari, jöklum og árfarvegum. Kortagerð Loftmyndir eru látnar skarast svo hægt sé að sjá landslagið í þrívídd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=