Norðurlönd

6 KORT OG LOFTMYNDIR 13 12 14 15 16 17 11 10 9 8 18 19 20 21 22 23 24 1 2 3 7 6 5 4 3 2 1 24 23 22 12 13 14 15 16 17 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 24 18 19 20 21 22 23 24 1 GMT GMT D a g l í n a D a g l í n a 15.30 16.30 17.30 18.30 21.30 Hnettinum er skipt í 24 tímabelti, eitt fyrir hverja klukkustund í sólarhringnum. Hvert tímabelti nær yfir 15 lengdargráður. Á myndinni sérðu hvernig þau liggja. Tímabelti fylgja oftast landamærum eða fylkjamörkum. Á kortinu sést að tíminn á hverjum stað miðast við tímann í Greenwich í London (GreenwichMean Time eða GMT). Þegar farið er í vestur frá London sést að klukku- stund dregst frá GMT fyrir hvert tímabelti sem farið er yfir, en ef farið er í austur bætist klukkustund við fyrir hvert tímabelti. Þetta er svona vegna þess að jörðin snýst í heilan hring um sjálfa sig á einum sólarhring frá vestri til austurs. Þegar klukkan er fimm að degi í París er hún fjögur í London og ellefu að morgni í New York. Eftir því sem jörðin snýst líður tíminn og sólin hækkar og lækkar á lofti eftir því hvort það er að koma morgunn eða kvöld. Klukkan á Íslandi er látin fylgja miðtíma Greenwich allan ársins hring. Tímabelti jarðar Tímabelti jarðar. • Þegar myndin af tímabeltunum er skoðuð sést að landfræðilega ætti Ísland heima einu tímabelti vestar en það er núna. Af hverju ætli það sé? • Þegar þú ferð til útlanda þarftu stundum að breyta klukkunni. Skoðaðu hversu mikill tíma- munur er ef þú ferð frá Íslandi til New York eða til Moskvu. Daglína er lína sem liggur um Kyrrahaf, að mestu eftir 180. lengdarbaug. Þar eru dagskil. Ef sunnu- dagur er fyrir austan daglínu er mánudagur vestan hennar. Þannig bætist við dagur ef farið er vestur yfir daglínuna, en sleppa þarf úr degi ef fari er austur yfir hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=