Norðurlönd

72 NORÐURLÖND Farg : Farg er þungi eða þegar þyngsli hvíla á einhverju. Granít : Steintegund sem verður til þegar hraun kvika storknar hægt niðri í jarðskorpunni. Þegar það finnst á yfirborðinu er það vegna þess að náttúruöflin hafa borið burt þær bergtegundir sem lágu ofan á granítinu. GMT: (Greenwich Mean Time) Árið 1884 var ákveðið að tíminn í heiminum skuli miðaður við lengdarbaug sem liggur í gegnum stjörnuathugunarstöð sem heitir Greenwich og er í London. Heimastjórn : Þegar land hefur heimastjórn stýrir það sínum eigin innanríkismálum sjálft en lýtur að öðru leyti stjórn annars ríkis. Þetta á meðal annars við Færeyjar, Grænland og Álandseyjar. Hlýskeið : Merkir að loftslagið varð mun hlýrra og jöklarnir á ísöld minnkuðu. Hopa : Þegar sagt er að jökull hopi er hann að hörfa eða minnka vegna hlýnunar. Jökulskeið : Tímabil á ísöld þegar hitastig lækkaði og jöklar breiddu úr sér. Opinbert mál: Það tungumál sem ákveðið er að nota eigi við allar almennar aðstæður eins og t.d. á opinberum pappírum, í fjölmiðlum, skólum og fleira. Sjálfstjórn : Þegar ríki ræður ákveðnum málum með eigin þingi en annað land fer með mál eins og t.d. utanríkismál. Venjulega hafa ríkin sama þjóðhöfðingja. Ellen Klara Eyjólfsdóttir bls. 17 t.h. Guðrún Bjarnadóttir bls. 54 (skiltin) Helga Ágústsdóttir bls. 61 t.h., 65 neðri Jón Baldur Hlíðberg bls. 56 grindhvalur Marcus Bengtsson bls. 33 Moomin Character bls. 45 Múmínálfar Shutterstock bls. 49 efri Staðfræðikort : Þessum flokki landakorta má líkja við alfræðirit þar sem reynt er að gefa sem fyllstar upplýsingar um sem flesta þætti á viðkomandi svæði í smækkaðri mynd. Jafnframt er reynt að greina á milli fyrirbæra. Staðfræðikortin beina athyglinni að sem nákvæmastri staðsetningu fyrirbæra, áttum, fjarlægðum o.s.frv. Strjálbýli : Strjálbýli er notað um svæði þar sem byggð er ekki þétt, t.d. sveit eða fámenn þorp. Veður : Orðið veður er m.a. notað um hita, úrkomu, vind og skýjafar frá degi til dags. Veðurfar eru þeir eiginleikar veðurs sem eru einkennandi fyrir lengra tímabil (t.d. 30 ár). Vogskorin : Þegar strönd er vogskorin er hún með mörgum víkum, fjörðum og flóum sem skerast inn í landið svo strandlengjan verður óregluleg. Þemakort : Þemakorti hefur gjarnan verið líkt við bók sem fjallar um eitt ákveðið viðfangsefni. Á þeim er reynt að gera viðfangsefninu sem ítarlegust skil. Þessi kort þurfa reyndar að búa yfir ákveðnum grunnupplýsingum sem geta verið breytilegar eftir því hvaða viðfangsefni er til umfjöllunar hverju sinni. Þéttbýli : Þéttbýli er notað um svæði þar sem byggð er þétt, t.d. í borgum og bæjum. Valdimar Jónsson bls. 23, 61 t.v., 62 efri Þórir Viðar bls. 22 kirkja www. sweden.se: bls. 41 neðst www.iittalagroup.fi: bls. 22 vasi Aðrar myndir í bókinni eru fengnar hjá Nordicphotos.com

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=