Norðurlönd
69 Karasjok Karasjok er nyrst í Noregi, við finnsku landamærin. Á þessu svæði búa flestir Samar og menningarhefðin er sterk. Gefin eru út dagblöð á samísku og daglegar útvarpssendingar auk bókaútgáfu. Í bænum Karasjok, sem stundum er talað um sem höfuðborg Sama, er að finna safn um sögu þeirra og menningu auk menningar- miðstöðvar og norska Samaþingsins. Tungumál Samar tala eigið tungumál, samísku. Það er finnskt- úgrískt tungumál. Flestir Samar tala einnig hið opin- bera tungumál í landinu sem þeir búa í. Sumir hafa þó alveg glatað móðurmáli sínu. Norðmenn, Svíar og Finnar bönnuðu að samíska væri notuð fyrr á öldum en Sömum tókst að vekja athygli á menningu sinni og í dag nýtur hún, og tungumál þeirra, ákveðinna réttinda og virðingar. Sumir telja að jólasveinninn búi á Samalandi (Lapplandi). Hreindýrasmölun. Samísk kona við eldamennsku. Þjóðbúningur Sama er litskrúðugur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=