Norðurlönd
68 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN stunda Samar fiskveiðar og búskap eða aðra atvinnu. Fjöldi Sama hefur flutt suður á bóginn til stærri borga og bæja. Stjórnarfar Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi kjósa Samar fulltrúa á sérstök Samaþing. Þingin hafa oft samstarf sín á milli um mál sem varða alla Sama. Samar eiga einnig full- trúa á landsþingum þessara landa sem hafa það hlut- verk að gæta hagsmuna þeirra. Þjóðhátíðardagur Sama er 6. febrúar en þann dag var fyrsta Samaþingið haldið í Þrándheimi í Noregi. Atvinnuvegir Langflestir Samar hafa tekið sér fasta búsetu og bland- ast Norðurlandabúum en margir stunda þó enn þá hreindýrabúskap. Hreindýrabúskapur er líkur íslenskum sauðfjárbúskap. Hreindýrunum er sleppt á heiðarnar á vorin og á haustin er þeim smalað saman og dregið sundur í réttum. Hreindýrabændur geta farið óhindrað á milli landamæra Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Nú í dag býr Samafjölskyldan við nútímaþægindi og hefur fasta búsetu. Áður flökkuðu fjölskyldurnar saman með hreindýrahjörðunum. Þá höfðu flestir sérstakar sumarbúðir og voru svo á öðrum stað á veturna. Í dag Frá Samabrúðkaupi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=