Norðurlönd

5 er í vestur frá London í átt að honum er talað um vest- læga lengd en austlæga lengd þegar farið er í austur frá London að 180. lengdarbaug. Lengdar- og breiddarbaugar mynda þannig reitakerfi sem auðveldar mönnum að finna hnattstöðu staða eða staðsetningu hluta hvar sem er á jörðinni. Hnattstaðan er því í raun og veru fjarlægð staðar frá miðbaug, mæld í gráðum og fjarlægð staðar til austurs eða vesturs frá 0-lengdarbaug mæld í gráðum. Til að gera kerfið enn nákvæmara er hverri gráðu svo skipt niður í 60 mínútur sem eru táknaðar með ´. Þeim er síðan skipt í hluta úr mínútu. Þannig verður t.d. nákvæm hnattstaða flugvall- arins á Þórshöfn á Langanesi 66°13,06´N/15°20,05´V. Með GPS staðsetningar- eða leiðsögutækjum getur fólk séð á skjá hvar það er statt á jörðinni með mikilli ná- kvæmni. Tæknin byggist á 24 gervihnöttum sem eru á brautum umhverfis jörðu og senda stanslaust tíma- merki í móttakara (GPS tæki) á jörðu niðri. Til að fá ná- kvæma staðsetningu þarf móttakarinn að ná sambandi við a.m.k. þrjá gervihnetti. Þeir sem hafa gagn af þessari tækni eru t.d. sjómenn, flugmenn, fjallgöngufólk, ferða- menn og björgunarsveitir en almenningur er í auknum mæli farinn að nýta sér þessa tækni í bílum sínum. GPS staðsetningartæki NOTAÐU KORTABÓK • Á hvaða breiddargráðu eru Hveragerði og Landmannalaugar? • Hvaða breiddarbaugur liggur um Grímsey, úti fyrir Norðurlandi? • Hvað nær Ísland yfir marga breiddarbauga? En lengdarbauga? • Ef flugvél nauðlenti á 66° norður og 22° vestur, hvar væri hana þá að finna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=