Norðurlönd

67 með vötnum og ám. Í Finnlandi eru mýrlendi og lítil stöðuvötn. Syðst er barrskógur sem minnkar og hverfur eftir því sem norðar dregur. Þar taka við heiðasvæði og túndrur með lágvöxnum gróðri eins og fjalldrapa og beitilyngi. Svæðið liggur nyrst í tempraða beltinu og á mörkum kuldabeltisins. Þar er meðalhiti yfirleitt lægri en t.d. á Íslandi. Við ströndina er úthafsloftslag og milt veður en inn til landsins ríkir heimskautaloftslag sem einkennist af köldum vetrum en nokkuð heitum sumrum. Landshættir og veðurfar Nyrst í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru landsvæði sem kallast Samaland (Lappland) eftir fólkinu sem þar býr. Samar eru afkomendur hirðingja sem hafa lifað í Skandinavíu í þúsundir ára og smám saman verið hraktir norðar eftir því sem byggðin þéttist að sunnan. Á Kólaskaga í Rússlandi býr einnig lítill hópur Sama. Í Noregi eru flestir Samar eða um 50.000, í Svíþjóð um 20.000, í Finnlandi 6.000 og í Rússlandi um 2.000. Að vestan og norðan liggur Samaland að sjó og landslagið er fjölbreytt. Í Noregi eru sæbrött fjöll, firðir og eyjar og í Svíþjóð verða þessi sömu fjöll að aflíðandi hásléttum Sammuntupa, gamall bústaður Sama.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=