Norðurlönd

65 venjulegum vestrænum húsum í dag. Í sumum smærri bæjum eru þjónustuhús þar sem hægt er að komast í þvottavélar og slíkt, því ekki er alltaf aðgangur að renn- andi vatni árið um kring, auk þess sem íbúðir eru al- mennt minni en á Íslandi. Samgöngur eru oft erfiðar vegna veðurs og staðhátta. Áður fyrr sigldu menn á sumrin og notuðu hundasleða á veturna en í dag er hægt að komast á milli stærstu bæja með flugvélum eða þyrlum. Vegir á milli byggða eru enn mjög sjaldgæfir svo siglingar eru nauðsynlegar þar sem þeim verður komið við og vélbátar hafa leyst kajakana af hólmi að mestu og vélsleðar komið í stað hundasleðanna hjá mörgum. Eiríkur rauði Eiríkur rauði bjó í Brattahlíð á Grænlandi og varð höfðingi í Íslendingabyggð á Grænlandi. Hann hélt sig við heiðinn sið en Þjóðhildur kona hans gerðist kristin og lét reisa sér kirkju í Brattahlíð. Rifjaðu upp það sem þú hefur lært um Eirík og Leif. Qilakitsoq – í fjallinu hafa fundist fornleifar t.d. múmíur. Nafnið þýðir himinhátt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=