Norðurlönd

64 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN Aðlögunarhæfni Grænlendingar hafa í gegnum aldirnar þurft að laga sig að óblíðri náttúru og notfæra sér það sem hún gaf þeim. Bæði kynin gengu í svipuðum skinnklæðum en sniðin og dýrategundirnar sem voru nýttar voru ólíkar eftir kynjum. Mikilvægt var að vanda val á skinnum í föt karlmannanna og sauma þau vel saman því það gat varðað líf eða dauða veiðimannanna. Föt veiðimann- anna urðu að vera hlý og vatnsheld og nutu góðar saumakonur mikillar virðingar. Í dag ganga Grænlend- ingar í vestrænum fötum en flestir krakkar fá þjóðbún- ing fyrir fermingu og nota hann við hátíðleg tækifæri. Þegar Grænlendingar voru á veiðum áður fyrr reistu þeir snjóhús eða skinnhús en allir Grænlendingar búa í Kajakar eru upprunnir hjá inúítum og voru aðallega notaðir til selveiða með fram ströndum. Kajakarnir voru úr selskinni sem strengt var yfir hvalbein eða rekaviðarfjalir. Í dag eru þeir venjulega gerðir úr hertu plasti sem þolir vel að rekast á grjót. Hvítabjörninn er stærsta núlifandi rándýr á landi. Kvendýrið (birnan) er um helmingi minni en karl- dýrið og afkvæmið nefnist húnn. Hvítabirnir hafast við með fram ströndinni og á hafís. Þeir geta farið langar vegalengdir á ís og synda mjög vel. Þeir lifa nær eingöngu á sel. Fullorðnir hvítabirnir eru miklir einfarar og þeir forðast félagsskap hver annars. Í dýragörðum eru hvítabirnir taldir hættulegir og óútreiknanlegir og þeir bindast mönnum sjaldan vináttuböndum. Hvítabirnir koma stundum upp að strönd Íslands með rekís frá Grænlandi. Grænlensk börn í fötum úr selskinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=