Norðurlönd

63 á ári. Þegar skriðjöklar ganga fram í sjó brotna stundum af þeim risastórir jakar sem kallast borgarísjakar. Allra syðst við vesturströndina er oftast íslaust á veturna. Vatnið sem er bundið í jöklinum er um 9% af öllum ferskvatnsbirgðum heimsins. Veiðar og veiðibúnaður Dýra- og fuglaveiðar eru upprunalegar atvinnugreinar Grænlendinga. Núna fer þeim fækkandi sem lifa á veiðum eingöngu heldur stunda margir þær sem auka- starf. Algengt er að fólk fari til veiða þegar það á frí og á það bæði við um veiðar á landi og á sjó. Þeir sem fara á veiðar þurfa sérstakt veiðikort en menn þurfa ekki að hafa byssuleyfi né gangast undir próf. Allir verða að gefa skýrslu um veiðar ársins og þannig er hægt að fylgjast með því hvort stofnar séu ofveiddir. Mikilvægustu veiðidýrin eru selir, smáhvalir, sjófuglar, hreindýr og moskusuxar ásamt ýmsum fisktegundum. Líf Grænlendinga er nátengt veiðum og þannig fá flestir stóran hluta af mat sínum. Þess vegna skipta náttúran og auðlindir hennar mjög miklu máli fyrir Grænlend- inga. Hlýnun jarðar veldur veiðimönnum vandræðum því þeir treysta á ísinn til að hjálpa sér við veiðarnar en hann bráðnar nú hratt og einnig er veður óstöðugra sem rakið er til hlýnandi veðurfars. Til að hafa stjórn á veiðum ákveða stjórnvöld í samráði við líffræðinga hvernig skuli standa að verndun og veiðum hinna ýmsu dýrategunda. Á 8. áratugnum hófu ýmis alþjóðleg umhverfis- og nátt- úruverndarsamtök herferð gegn selveiðum. Hún hafði þau áhrif að selskinn urðu víða bannvara og grænlenskir veiðimenn líða enn fyrir þetta þó hin síðari ár hafi sala á selskinnum aukist með tilkomu nýrra markaða í Asíu. Börn fara með foreldrum sínum á veiðar frá unga aldri og ekki er óalgengt að börn sem eru nýbyrjuð í skóla veiði sinn fyrsta sel. Þegar börn veiða fyrsta dýrið sitt er haldin mikil veisla og fjölskyldu og vinum boðið til að samgleðjast. Grænlendingar hafa lengi stundað veiðar í gegnum ís. Þeir finna t.d. öndunarop selsins og bíða þar til hann kemur upp til að anda. Þá skutla þeir selinn og hífa hann upp í gegnum opið. Einnig eru lögð net undir ísinn á milli opanna og þau látin liggja í ákveðinn tíma. Lítil stúlka með hvolp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=