Norðurlönd

62 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN Jökullinn Grænlandsjökull er stærsti ísmassi á norðurhveli jarðar og þar sem hann er þykkastur er hann rúmlega 3000 metra þykkur. Jökullinn myndaðist á mjög löngum tíma. Það gerðist þannig að vetrarsnjórinn náði ekki að bráðna yfir sumarið og smám saman þéttist hann og varð að hjarni og loks miklum jökulbreiðum sem hylja nú stærstan hluta landsins. Smám saman hefur landið sigið undir jöklinum um nokkur hundruð metra. Á síðustu 10.000 árum hefur jökullinn bráðnað og ís- röndin hopað um 200 km. Við það lyftist landið út við ströndina ummeira en 100 metra. Hreyfingarnar jökuls- ins eru hægar en við jaðrana hreyfist hann mun hraðar. Ilulissat-skriðjökullinn hreyfist t.d. nærri átta kílómetra Markvert að skoða í Nuuk Í Nuuk geta ferðamenn heimsótt söfn, farið í göngutúra í nágrenni bæjarins, farið í ferðir upp á jökul, á skíði, siglt með fram ströndinni, farið í hvalaskoðunarferðir og margt fleira. Í bænum er eini golfvöllurinn og eina sundlaugin í landinu og því tilvalið að skreppa í golf og taka sundsprett á eftir. Menningarhús bæjarins býður upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi og er fjölsótt af ferðamönnum. Einsleit fjölbýlishús setja sterkan svip á bæinn en í nýrri hverfum er fjölbreyttari byggingarstíll. Nokkrir stærstu þéttbýlisstaðirnir eru, auk Nuuk, Paamiut eða Frederikshåb, Qaqortoq eða Julianehåb og Ammassalik á austurströndinni. Skriðjöklar eru jökultungur sem skríða út frá meginjöklinum. Þeir hreyfast frá nokkur hundruð metrum til nokkurra kílómetra á ári og yfirborð þeirra springur vegna hreyfingar íssins. Borgarísjaki á reki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=