Norðurlönd

61 Nuuk Höfuðstaður Grænlands heitir Nuuk en á dönsku nefn- ist bærinn Godthåb. Þar búa um 15.000 manns. Bærinn stendur á tanga við Davissund á suðvesturströnd Græn- lands. Tanginn er við mynni tveggja fjarða en annar þeirra er Godthåbsfjörður sem er einn lengsti fjörður í heimi. Það var trúboðinn Hans Egede sem stofnaði Godthåb snemma á 18. öld. Upphaflega var bærinn trú- boðsstöð og verslunarsetur. Á tímum norrænna manna í Grænlandi var þetta svæði nefnt Vestribyggð og enn má finna fornminjar frá þeim tíma. Heimastjórn lands- ins fundar í Nuuk og þar er háskóli og fleiri opinberar stofnanir. Þar hafa stærstu fyrirtæki landsins einnig bækistöðvar sínar. Í Nuuk er flugvöllur og höfnin þar er oftast opin allt árið. Það er sérstakt á Grænlandi því vegna frosta leggur flesta firði á veturna og það hamlar siglingum stóran hluta ársins. Stjórnarfar Grænland varð dönsk nýlenda 1721 en fékk heima- stjórn árið 1979. Á þjóðhátíðardaginn 21. júní 2009 fengu Grænlendingar viðurkenningu á fullri sjálfstjórn yfir dómsmálum, löggæslu og nýtingu náttúruauðlinda, sem er mikilvægt skref á leið til sjálfstæðis. Þeir eru þó enn fjárhagslega háðir Dönum. Danir munu áfram sjá um utanríkis-, varnar- og gjaldmiðilsmál og hæstarétt. Margir telja að Grænlendingar muni lýsa yfir fullu sjálf- stæði á komandi árum. Tveir fulltrúar Grænlendinga sitja á danska þinginu en Grænlendingar hafa sitt eigið þing með 31 þingsæti. Kosningar fara fram á fjögurra ára fresti. Tungumál Opinbert tungumál á Grænlandi er grænlenska. Græn- land er þó samfélag með tvö tungumál og er danska hitt málið vegna fjölda innflytjenda sem flestir eru frá Danmörku. Margir kennarar á Grænlandi eru Danir. Grænlenska er af flokki eskimó-aljúta-mála og skyld tungum inúíta í Kanada, Alaska og Rússlandi. Græn- lenskan greinist í þrjár aðalmállýskur: austurgræn- lensku, thulegrænlensku og vesturgrænlensku en sú síðastnefnda er ríkismál. Ritmálið var endurskoðað á áttunda áratugnum. Margrethe Þórhildur drottning í heimsókn á Grænlandi. Grænlensk fjölskylda í þjóðbúningi Grænlendinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=