Norðurlönd

60 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN Atvinnuvegir og náttúruauðlindir Atvinnulíf á Grænlandi einkennist af fiskvinnslu, opin- berri þjónustu og ferðaþjónustu. Fjölbreytt dýralíf er á landi og í sjó miðað við norðlæga breidd landsins enda hafa Grænlendingar í gegnum aldirnar haft í sig og á með veiðum. Í dag hefur tæplega fimmtungur íbúa atvinnu af dýra- og fiskveiðum og stærstan hluta út- flutningstekna sinna fá Grænlendingar af sölu á fiski og fiskafurðum, meðal annars rækju. Málmvinnsla er nokkur og standa vonir til að hún muni aukast í fram- tíðinni. Handverk úr skinnum og beinum fer vaxandi í tengslum við aukinn ferðamannastraum og þjónustu við ferðamenn. Grænlenskir bændur stunda sauðfjár- og hreindýrarækt og margir rækta matjurtir til einkaneyslu yfir sumarið. Engir nautgripir eru á Grænlandi en þar má finna svo- kölluð sauðnaut eða moskusuxa. Náttúruauðlindir eru kol, járn, blý, sink, demantar, gull, platínum, úran og fleiri málmtegundir en auk þess fiskur, selir og hvalir. Sauðnaut eða moskusuxar eru hjarðdýr sem þola miklar frosthörkur og hríðarveður. Þau minna um margt á hin útdauðu spendýr sem ríkjandi voru á ísöld. Það er einkum vegna feldarins, sem er bæði þykkur og loðinn líkt og var hjá hinum útdauðu mammútum og loðnashyrningum. Útbreiðsla sauðnauta nú er á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpólinn, í Alaska, Kanada, á Grænlandi, í Rússlandi og í Síberíu. Skrokkur sauðnauta er nokkuð langur og saman- rekinn. Fæturnir eru stuttir og sterklegir með breiðar klaufir sem henta vel til að róta í snjó eftir æti. Bæði kynin eru hyrnd, en horn tarfanna eru mun stærri og sterklegri en horn kúnna. Kynntu þér betur þessi sérstöku dýr. Frá höfuðstaðnum Nuuk.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=