Norðurlönd

59 Mesta byggðin er á suðvesturhluta landsins því þar er veður mildara en annars staðar. Grænland er í kulda- beltinu nyrðra og eru veturnir í norðurhluta landsins og inn til landsins oft afar harðir. Þar getur kuldinn á veturna farið í –50 gráður á láglendi en allt að –70 gráður inni á jökli. Meðalhiti á sumrin fer yfirleitt ekki yfir 10 gráður. Við suðvesturströndina getur hitinn á sumrin farið upp í um 20 gráður en á veturna er ekki óalgengt að kuldinn fari í –30 gráður. Veðrið er mildara á suðvesturströndinni vegna þess að lítill hluti af Golfstraumnum berst frá Íslandi að austur- strönd Grænlands og fer upp með vesturströndinni. Þar sem ekki er jökull má finna dæmigerðan túndrugróður. Það eru nánast engin tré nema innst í örfáum dölum en mikið um lágvaxinn gróður, mosa, lyng og grös. Á Grænlandi er stærsti þjóðgarður í heimi og er hann u.þ.b. níu sinnum stærri en Ísland. Landshættir og veðurfar Grænland er stærsta eyja jarðar og tilheyrir Norður- Ameríku landfræðilega en Evrópu stjórnarfarslega. Á grænlensku nefnist landið Kalaallit Nunaat. Um 81% landsins er þakið jökli sem er rúmlega 3000 metra þykkur þar sem hann er þykkastur. Grænland er hálent land og sá hluti þess sem er ekki ísilagður er að mestu fjöll. Skriðjöklar teygja sig út í sjó á milli fjallanna en inn í landið skerast langir og djúpir firðir. Að vestanverðu liggur landið að Baffinsflóa og Labradorhafi. Græn- landshaf og Atlantshaf liggja að austanverðu Græn- landi. Milli Íslands og Grænlands liggur Grænlandssund. Í kringum höfuðstaðinn Nuuk hefur fundist eitthvert elsta berg sem vitað er um á jörðinni. Hæstu fjöllin eru í kringum Scoresbysund á austurströndinni og þar er hæsta fjall landsins sem heitir Gunnbjarnarfjall. Græn- land er það land sem er næst Íslandi enda eru einungis um 290 kílómetrar á milli landanna þar sem styst er. Það er svipuð vegalengd og flugleiðin frá Akureyri til Reykjavíkur. Sjávarþorp á Grænlandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=