Norðurlönd
4 KORT OG LOFTMYNDIR koll af kolli þangað til að komið er að heimskautunum. Baugarnir styttast eftir því sem nær dregur skautunum og enda í einum punkti efst og neðst á hnattlíkaninu. Þar er 90° norður og suður. Stundum kallað norðurpóll og suðurpóll. Á sama hátt er talið fyrir sunnan miðbaug. Finndu aftur miðbauginn á hnattlíkaninu. Næsta lína fyrir neðan hann er 1° suður og síðan er talið í átt að suðurpólnum þangað til að komið er að punktinum 90° suður. Fyrir ofan miðbaug er talað um norðlæga breidd en suðlæga breidd fyrir neðan miðbaug. Línurnar sem liggja frá norðri til suðurs eru dregnar frá norðurskauti til suðurskauts. Þær eru kallaðar lengdar- baugar. Lengdarbaugarnir eru alls 360 eins og gráður í hring. 0-lengdarbaugur liggur í gegnum stjörnu- athugunarstöðina í Greenwich í London og frá honum er talið til austurs og vesturs upp í 180°. Skoðaðu hnatt- líkanið og finndu lengdarbaug númer 180. Þegar farið Hefur þú einhvern tíma skoðað hnattlíkan? Útvegaðu þér hnattlíkan og skoðaðu það vel. Byrjaðu á að finna Ísland. Er það ofarlega eða neðarlega á hnattlíkaninu? Til að auðvelda okkur að finna staði á hnattlíkani eða landakorti hefur yfirborði jarðar verið skipt í reiti með svonefndum lengdar- og breiddarbaugum. Finndu línu sem liggur um jörðina miðja. Þetta er miðbaugur. Ofan við hann er norðurhvel jarðar en neðan við hann suður- hvelið. Efst uppi á hnattlíkaninu er norðurskautið en neðst er suðurskautið. Baugarnir eru númeraðir eftir ákveðnu kerfi þannig að hægt er með nokkurri nákvæmni að finna út hvar lönd, fjöll og borgir, eða jafnvel flugvélar og skip eru. Til að skoða þetta nánar skaltu horfa aftur á hnattlíkanið. Baugarnir sem liggja samsíða miðbaug eru kallaðir breiddarbaugar. Þeir eru 180 talsins, 90 frá miðbaug norður á norðurskaut og 90 frá miðbaug suður á suður- skaut. Miðbaugur er 0-baugur og síðan kemur 1° norð- ur eða suður eftir því í hvora áttina er talið og þannig Bauganet jarðar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=