Norðurlönd

57 Þjóðdans Færeyskur þjóðdans er hringdans sem dansaður er undir sagnakvæðum sem eru sungin. Hann var dansaður í Færeyjum og ýmsum öðrum löndum á miðöldum. Hann var bannaður af kirkjunni í öðrum löndum því hann þótti of heiðinn. Sungnir eru kvæðabálkar sem segja oft langar sögur. Í hinni hefðbundnu útgáfu er stjórnandi sem þarf að kunna allt kvæðið sem sungið er og stjórn- ar söngnum. Dansararnir taka undir í viðlaginu. Dans- arar krossa hendur við næsta mann og svo er stigið tvö skref til hliðar og eitt aftur. Dansararnir sýna tilfinn- ingar í takt við lagið og ef t.d. er sagt frá sigri þá fagna allir. Stundum heldur dansinn áfram svo klukkutímum skiptir. Dansararnir klæðast stundum færeyskum þjóð- búningi en hann er stolt Færeyinga og fólk á öllum aldri klæðist honum við hátíðleg tækifæri. FÆREYSK ÞJÓÐSAGA Færeysk þjóðsaga segir að einu sinni hafi Ísland ætlað að flytja Færeyjar til sín og sent til þess tvö tröll. Þau komu á land nyrst á Austurey á Eiðiskoll þar sem risinn tók sér stöðu úti í sjónum en kerlingin fór upp á land til að koma böndum á byrðina og ýta henni upp á bakið á risanum. Fyrst tók kerlingin svo fast á að Ytri Kollur klofnaði frá, þá reyndi hún að koma bandi á annars staðar en ekki gekk það heldur, eyjarnar vildu ekki færast. Sagt er að kerlingin hafi staðið upp á Eiðiskollinum þegar daga tók og flýtt sér niður í sjó til risans en þau hafi tafist. Þegar þau mættust undir Eiðiskolli dagaði og þau urðu að steini þar sem þau standa enn. Lítil stúlka í þjóðbúningi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=