Norðurlönd

56 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN Grindhvalaveiðar Færeyingar hafa veitt grindhvali í mörg hundruð ár. Veiðarnar fara þannig fram að þegar sést til grindhvala- vöðu undan landi ganga boð manna á milli og allir sem hafa tök á fara í litla báta og mynda hálfhring utan um vöðuna. Þeir reka svo hvalina hægt upp að landi og þegar þeir eru komnir í flæðarmálið eru hvalirnir drepnir með því að skera á æðar sem flytja blóðið til heilans. Við það verður sjórinn allur blóðlitaður sem sumum finnst óhugnanlegt. Þegar dýrin eru dauð er kjötinu skipt á milli fólks samkvæmt fornum hefðum en sumt fer í verslanir. Kjötið er borðað nýtt eða saltað. Þá er það soðið eða steikt og borðað með kartöflum og öðru meðlæti. Talið er að ár hvert drepi Færeyingar innan við eitt pró- sent af stofni grindhvalanna. Umhverfisverndarsamtök hafa staðið fyrir mótmælum vegna veiðanna en hafa ekki haft mikinn árangur af því. Grindhvalir eru frekar litlir hvalir. Þeir eru um 4–6 metra langir og 2–3,5 tonn að þyngd. Þeir eru svartir eða svargráir að lit með gráar skellur að aftan og ljósa bletti að neðan. Grindhvalir kunna best við sig í sjávarhita á bilinu 0–25°C. Þeir eru aðallega úthafshvalir og geta kafað á allt að 800 metra dýpi eftir fæðu. Grindhvalir eru ákaflega félagslyndir og eru oft í hjörðum með fleiri en 100 dýrum. Grindhvalaveiðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=