Norðurlönd

55 Markvert að skoða í Þórshöfn Þar sem bærinn liggur miðsvæðis á eyjunum og sam- göngur eru góðar milli þeirra er auðvelt að fara í dags- ferðir um Straumey eða skoða aðrar eyjar. Í Þórshöfn er tilvalið að rölta um miðbæinn og skoða gömlu húsin sem þar eru. Hluti bæjarins eyðilagðist í eldsvoða 1673 en samt má finna mörg 2–300 ára gömul hús. Búið er að gera flest þeirra upp og setja þau skemmtilegan svip á bæinn. Mörg húsin eru timburhús með torfþaki og hvítir gluggar eru áberandi. Þrátt fyrir að Þórshöfn sé minnsti höfuðstaður í heimi er þar að finna alla þá þjónustu og menningu sem stærri höfuðstaðir státa af. Stærstu þéttbýlisstaðir í Færeyjum, auk Þórshafnar, eru Klaksvík og Rúnavík. Þórshöfn Höfuðstaður Færeyja heitir Þórshöfn og er bærinn á austurströnd Straumeyjar. Bærinn myndaðist í kringum Thinganes þar sem landnámsmenn stofnuðu þing Færeyja í kringum árið 900. Á þingunum stunduðu menn einnig vöruskipti svo Þórshöfn varð fljótlega mikilvægur staður. Á 13. öld fór svæðið að byggjast upp í kringum verslun og embættismenn en bærinn varð ekki höfuðstaður fyrr en 1866. Enn er hægt að skoða gamla virkið, Skansinn, sem reist var til að vernda staðinn fyrir sjóræningjum. Núna er Þórshöfn mikilvæg miðstöð fiskveiða, stjórn- unar, menntunar og viðskipta. Thinganes er í miðbæ Þórshafnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=