Norðurlönd

54 NORÐURLÖNDIN Í HNOTSKURN Stjórnarfar Færeyjar tilheyrðu Noregi frá 11. öld en hafa verið undir stjórn Dana síðan á 14. öld. Frá 1948 hafa Færeyingar haft heimastjórn. Tveir þingmenn frá Færeyjum sitja á danska þinginu. Færeyingar hafa sitt eigið þing og fána. Þingmenn eru 33 og á þinginu geta þeir sett lög sem öðlast gildi þegar lögmaðurinn (forsætisráðherra) hefur undirritað þau. Þjóðhátíðardagur Færeyinga er 29. júlí og þá halda Færeyingar hátíð sem kallast Ólafsvaka. Tungumál Færeyingar eru komnir af landnámsmönnum frá Vestur- Noregi sem settust þar að á 9. öld. Færeysk tunga er líkust íslensku af Norðurlandamálunum enda bæði málin komin frá Vestur-Noregi. Flestir landsmenn tala líka dönsku sem er kennd í færeyskum skólum vegna tengslanna við Danmörku. Bø í Sørvogi er dæmigert færeyskt þorp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=